78. fundur skipulags- og byggingarnefndar 4. júlí 2011

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps

 

 

 

Fundur nr: 78 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi nr 15, mánudaginn 4. júlí 2011 klukkan 20:00.

 

Mættir: Jóhannes Gissurarson formaður nefndarinnar, Gísli Kjartansson, Valgerður Erlingsdóttir og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Björn Helgi Snorrason og Pálmi Harðarson boða forföll og í þeirra stað er mættur Guðbrandur Magnússon. Ekki náðist að boða aðra varamenn.

 

Samþykkt breyting á útsendri dagskrá: Mál nr.5 tekið á dagskrá.

 

Skipulagsmál:

 

1.    mál: Deiliskipulag fyrir Nunnuklaustrið á Kirkjubæjarklaustri

Kirkjubæjarstofa óskar eftir heimild til þess að vinna að deiliskipulagi fyrir nunnuklaustrið á Kirkjubæjarklaustri. Fyrir fundinum liggur einnig lýsing deiliskipulagsins dags. 7.júní 2011. Deiliskipulagssvæðið er miðsvæðis á Kirkjubæjarklaustri. Svæðið afmarkast af Skriðuvöllum, Klausturvegi, dvalarheimilinu Klausturhólum og Túngötu. Þar er fornleifauppgröftur nunnuklausturs, kirkjugarður, bæjarhóll og minningarkapella Jóns Steingrímssonar. Í dag er svæðið að hluta til afgirt og nýtt til beitar.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til að sveitarstjórn veiti Kirkjubæjarstofu heimild til að vinna að deiliskipulaginu. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti lýsingu deiliskipulagsins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna lýsinguna fyrir almenningi og afla umsagna  umsagnaraðila eins og skipulagslög gera ráð fyrir.

 

 

Byggingamál:

 

2.    mál: Klausturvegur 10 – Byggingarleyfisumsókn

Skaftárhreppur sækir um leyfi til þess að setja upp skilti á lóð félagsheimilisins Kirkjuhvoli, Klausturvegi 10 skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

3.    mál: Botnar – Byggingarleyfisumsókn

Drífa Bjarnadóttir kt.280278-5139, fyrir hönd Lindarfisks ehf. kt.590509-0350, sækir um byggingarleyfi fyrir 924m² stálhúsi sem nýtist sem yfirbygging fyrir fiskeldi á lóðinni Botnar ln.220022. Einnig er sótt um leyfi til endurbyggingar rafstöðvar í landi Botna ln.163310.

Afgreiðsla: Nefndin bendir á að ekki er um endurbyggingu á rafstöð að ræða þar sem nýtt hús verður byggt á öðrum stað en núverandi bygging. Nefndin samþykkir fyrirhuguð byggingaráform með fyrirvara um samþykkt deiliskipulag sem nú er í ferli. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.  

 

 

Önnur mál:

 

4.    mál: Umsókn um stikun Faxasundsleiðar og Breiðbaksleiðar

Sæbjörg Richardsdóttir fyrir hönd Umhverfisnefndar Ferðaklúbbs 4x4, sækir um leyfi til að stika Faxasundaleið frá Fjallabaki nyrðra að þjóðvegi F235 við SV enda Langasjávar, sem og Breiðbaksleið frá þjóðvegi F235 við SV enda vatnsins að Gnapsvaði á Tungnaá og slóðina frá Breiðbaksleið að NA enda Langasjávar.

Afgreiðsla: Nefndin gefur fyrir sitt leyti leyfi fyrir stikuninni, en bendir á að landið sem um ræðir er þjóðlenda á forræði forsætisráðuneytis og að hluti af leiðunum lendir innan fyrirhugaðrar þjóðgarsstækkunnar. Einnig telur nefndin að merkja þurfi Gnapsvað mjög vel þar sem það getur reynst mjög varasamt og oft á tíðum ófært eða einungis fært allra stærstu ökutækjum.

 

 

Erindi sem bárust eftir að fundarboð var sent út:

 

 

5.    mál: Skilti meðfram Klausturvegi – Byggingaleyfisumsókn

Jón Grétar Ingvason, fyrir hönd Lauren ehf. kt.580510-1400, sækir um leyfi til þess að koma fyrir tveimur auglýsingaskiltum fyrir Kaffi Munka meðfram Klausturvegi. Stærð skiltanna er 70x100 cm.

Afgreiðsla: Samþykkt. Nefndin fer fram á að staðsetning skiltanna verði ákveðin í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa. Leyfið er veitt til 6 mánaða. Nefndin leggur til að sveitarstjórn móti fastar reglur um uppsetningu skilta í Skaftárhreppi.

 

 

 

Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert

 

Dagskrárlok 21:30