77. fundur skipulags- og byggingarnefndar 6. júní 2011

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps

 

 

 

Fundur nr: 77 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi nr 15, mánudaginn 6. júní 2011 klukkan 20:00.

 

Mættir: Jóhannes Gissurarson formaður nefndarinnar, Gísli Kjartansson, Valgerður Erlingsdóttir, Guðmundur Vignir Steinsson slökkviliðsstjóri og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Björn Helgi Snorrason og Pálmi Harðarson boða forföll og í þeirra stað eru mætt Guðbrandur Magnússon og Þóranna Harðardóttir.

 

Samþykkt breyting á útsendri dagskrá: Mál nr.7 tekið á dagskrá.

 

Skipulagsmál:

 

1.    mál: Deiliskipulag urðunarsvæðis Skaftárhrepps

Deiliskipulagstillaga og umhverfisskýrsla fyrir urðunarsvæði Skaftárhrepps á Stjórnarsandi var auglýst skv. 1.mgr. 25.gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997 og var athugasemdafrestur til 16. mars 2011. Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar er erindið tekið fyrir að nýju.

Afgreiðsla: Fyrir fundinum liggur greinargerð dags. 6.júní 2011 og uppdráttur dags. 6.júní 2011. Erindið er tekið fyrir að nýju þar sem að umsögn Umhverfisstofnunar lá ekki fyrir við síðustu afgreiðslu. Lítilsháttar breytingar á greinagerð hafa verið gerðar m.t.t. umsagnar Umhverfisstofnunar. Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingatíma og telst því tillagan samþykkt.

 

 

Byggingamál:

 

2.    mál: Hæðargarður H1 – Byggingarleyfisumsókn

Hörður Adolfsson kt.280350-4439, sækir um byggingarleyfi fyrir 15m² gestahúsi á lóð sinni Hæðargarður H1 ln.219411 skv. meðfylgjandi uppdráttum

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.  

 

3.    mál: Hæðargarður – Byggingarleyfisumsókn

NOVA ehf. kt.531205-0810, sækir um byggingarleyfi til að staðsetja fjarskiptamastur á véla- og verkfærageymslu í landi Hæðargarðs ln.163379 skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

4.    mál: Jökuldalir – Byggingarleyfisumsókn

Gunnar Ólafsson kt.170267-3899, fyrir hönd skálafélags Glaðheima kt.440211-0700, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við skála félagsins mhl.02 að Glaðheimum ln.163485, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um leyfi landeiganda. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

 

 

 

5.    mál: Laki – Byggingarleyfisumsókn

ARGOS ehf. fyrir hönd Vatnajökulsþjóðgarðs kt.441007-0940, sækir um byggingarleyfi fyrir landvarðaraðstöðu og hreinlætishúsi við Laka skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um leyfi landeiganda og að lóð verði stofnuð undir fyrirhuguð mannvirki. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

 

 

Önnur mál:

 

6.    mál: Hrífunes – Stöðuleyfisumsókn

Elín Þorgeirsdóttir kt.130567-4609, sækir um stöðuleyfi fyrir smáhýsi á lóðinni Hrífunes lóð B ln.213047 skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.

 

 

Erindi sem bárust eftir að fundarboð var sent út:

 

 

7.    mál: Bygging Þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri

Afgreiðsla: Tillaga að fyrirhugaðri lóð og byggingu Þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri kynnt fyrir nefndarmönnum. Nefndin tekur mjög jákvætt í erindið. Nefndarmenn vonast til þess að fyrirhugaðar hugmyndir nái fram að ganga.  

 

 

 

Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert

 

Dagskrárlok 21:25