76. fundur skipulags- og byggingarnefndar 6. apríl 2011

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps

Fundur nr: 76 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi nr 15, miðvikudaginn 6. apríl 2011 klukkan 20:00.

Mættir: Jóhannes Gissurarson formaður nefndarinnar, Gísli Kjartansson, Pálmi Harðarson, Valgerður Erlingsdóttir, Guðmundur Vignir Steinsson slökkviliðsstjóri og Anton Kári Halldórsson yfirmaður tæknisviðs Skaftárhrepps fh. skipulags- og byggingarfulltrúa. Björn Helgi Snorrason varaformaður nefndarinnar boðar forföll og í hans stað er mættur Guðbrandur Magnússon.

Samþykkt breyting á útsendri dagskrá: Mál nr.8 og 9 tekin á dagskrá

Skipulagsmál: 

1.    mál: Deiliskipulag urðunarsvæðis Skaftárhrepps
Deiliskipulagstillaga og umhverfisskýrsla fyrir urðunarsvæði Skaftárhrepps á Stjórnarsandi var auglýst skv. 1.mgr. 25.gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997 og var athugasemdafrestur til 16. mars 2011.

Afgreiðsla: Ekki hafa borist athugasemdir við auglýsta tillögu, og telst því deiliskipulagið ásamt umhverfisskýrlsu samþykkt. 

Breyting að lokinni auglýsingu í kjölfar umsagna frá umsagnaraðilum: Bætt við greinargerð í samræmi við umsögn Veiðimálastofnunar. Breyting samþykkt. 

2.    mál: Deiliskipulag ferðaþjónustusvæðisins Mýrar, Hrífunesi
Deiliskipulag ferðaþjónustusvæðisins Mýrar, Hrífunesi var auglýst skv. 1.mgr. 25.gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997 og var athugasemdafrestur til 17. nóvember 2010

Afgreiðsla: Ekki hafa borist athugasemdir við auglýsta tillögu, og telst því deiliskipulagið samþykkt.

Breyting að lokinni auglýsingu í kjölfar umsagna frá umsagnaraðilum: Lagfært m.t.t. athugasemdar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Breyting samþykkt. 

3.    mál: Deiliskipulagsbreyting ferðaþjónustunnar Geirlandi
Breytingin felur í sér að vesturhorn deiliskipulagssvæðisins stækkar til vesturs og norðurs um 2224m². Hnitaskrá breytist skv. því. Byggingarreitur er skilgreindur í framhaldi af gistihúsi.

Afgreiðsla: Gísli Kjartansson víkur af fundi. Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi. Breyting á deiliskipulaginu samþykkt. Gísli Kjartansson kemur aftur til fundar. 

4.    Mál: Þykkvabæjarklaustur 2 - Stofnun lóðar
Kristbjörg Hilmarsdóttir kt.300664-4909 og Sigurður Sverrisson kt.150860-4829, draga til baka umsókn sína um stofnun lóðar fyrir véla og verkfærageymslu úr jörðinni Þykkvabæjarklaustur 2 ln.163470.

Afgreiðsla: Samþykkt.

Byggingamál: 

5.    mál: Geirland - Byggingarleyfisumsókn
Gísli Kjartansson kt.100247-3139, fyrir hönd Geirlands ehf. kt.410703-3780, sækir um byggingarleyfi fyrir 12 herbergja hótelálmu ásamt tengibyggingu við núverandi hótelálmu á lóðinni Geirland ln.163570, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Gísli Kjartansson víkur af fundi. Samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu. Gísli Kjartansson kemur aftur til fundar.

6.    mál: Fossar - Byggingarleyfisumsókn
Davíð Andri Agnarsson kt.070782-4489 og Sunneva Kristjánsdóttir kt.260482-5809, sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á jörðinni Fossar ln.163341, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

Önnur mál: 

7.    mál: Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 28.mars 2011, vegna aðalskipulags Skaftárhrepps
Afgreiðsla: Erindið kynnt fyrir skipulags- og byggingarnefnd og rædd viðbrögð við innihaldi þess.  

Erindi sem bárust eftir að fundarboð var sent út:

8.    mál: Hótel Núpar - Byggingarleyfisumsókn
Eiríkur Vignir Pálsson, Pro-ark kt.460406-1100, fyrir hönd Islandia Hotel kt.581050-0610, sækir um leyfi til að reisa starfsmannahús við Hótel Núpa ln.209051 skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um að gerð verði breyting á deiliskipulagi. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

9.    mál: Lambaskarðshólar - Byggingarleyfisumsókn
Gunnar Sveinsson kt.231161-2879, fyrir hönd Veiðifélags Skaftártungumanna kt.620801-2750, sækir um byggingarleyfi fyri fjórum smáhýsum á lóðinni Lambaskarðshólar ln.163487, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Byggingarnar eru í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Samþykkt með fyrirvara um samþykki landeiganda. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert

 Dagskrárlok 21:45