75. fundur skipulags- og byggingarnefndar 7. febrúar 2011

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps

 

 

 

Fundur nr: 75 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi nr 15, mánudaginn 7. febrúar 2011 klukkan 20:00.

 

Mættir: Jóhannes Gissurarson formaður nefndarinnar, Gísli Kjartansson, Pálmi Harðarson, Valgerður Erlingsdóttir, Eygló Kristjánsdóttir sveitarstjóri Skaftárhrepps og Anton Kári Halldórsson yfirmaður tæknisviðs Skaftárhrepps fh. skipulags- og byggingarfulltrúa. Björn Helgi Snorrason varaformaður nefndarinnar boðar forföll, í hans stað kemur Guðbrandur Magnússon.

 

Samþykkt breyting á útsendri dagskrá: Mál nr.6 og 7 tekin á dagskrá

 

 

 

 

Skipulagsmál:

 

1.    mál: Endurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2010-2022

Afgreiðsla: Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti á fundi sínum 18. maí 2010 að auglýsa tillögu að endurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2010-2022. Aðalskipulagstillagan var til sýnis á skrifstofu Skaftárhrepps, Skipulagsstofnun og heimasíðu Skaftárhrepps frá 25 .maí til 22. júní 2010. Þeim sem töldu sig eiga hagsmuna að gæta var gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna til 7 .júlí 2010.

Alls bárust 44 athugasemdir og þar af voru nokkrar athugasemdir þar sem hópur fólks skrifaði undir. Ennfremur bárust 12 umsagnir frá lögformlegum umsagnaraðilum.

Á fundinum lá fyrir sveitarfélagsuppdráttur dags. 4. febrúar 2011, þéttbýlisuppdráttur dags. 4. febrúar 2011, greinargerð dags. 7. febrúar 2011, umhverfisskýrsla dags. 4. febrúar 2011 og fylgiskjal með athugasemdum og umsögnum dags. 4. febrúar 2011.

Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir innsendar athugasemdir og samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á tillögunni og svör við athugasemdum, sem sjá má í fylgiskjali 1. með fundargerð „Athugasemdir og umsagnir“.

Nefndin samþykir samhljóða að mæla með því að sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykki tillöguna og sendi hana til afgreiðslu Skipulagsstofnunar og staðfestingar umhverfisráðherra.

 

2.    mál: Keldunúpur – Umsókn um stofnun lóðar

Guðni Kristinn Bergsson kt.100246-3929, sækir um að stofna lóð undir frístundahús úr landi Keldunúps ln.163392, skv. meðfylgjandi uppdrætti.

Afgreiðsla: Samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

 

           

 

 

 

 

Byggingamál:

 

3.    mál: Efri-Vík – Afturköllun á byggingarleyfi

Hörður Davíðsson kt.221147-2519, óskar eftir því að byggingarleyfi sem honum var veitt með afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar 11.janúar 2010, verði afturkallað, þar sem hætt hefur verið við framkvæmd byggingarinnar.

Afgreiðsla: Samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið ljúka málinu.

 

4.    mál: Efri-Steinsmýri – Erindi Umhverfisstofnunar vegna staðsetningu fyrirhugaðrar fjárhúsbyggingar

Afgreiðsla: Nefndin stendur við fyrri ákvörðun um veitingu byggingarleyfis. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara erindi í samræmi við umræður á fundi.

 

Önnur mál:

 

5.    mál: Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um áhrif nýrra mannvirkjalaga á umboð bygginganefnda

Afgreiðsla: Nefndin þakkar fyrir erindið.

 

 

Erindi sem bárust eftir að fundarboð var sent út:

 

 

6.    mál: Þykkvabæjarklaustur 2 – Umsókn um stofnun lóðar

Kristbjörg Hilmarsdóttir kt.300664-4909 og Sigurður Arnar Sverrisson kt.150860-4829, sækja um að stofna lóð undir vélaskemmu úr jörð sinni Þykkvabæjarklaustur 2 ln.163470 skv. meðfylgjandi uppdrætti.

Afgreiðsla: Samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

7.    mál: Klausturvegur 13 – Systrakaffi

Guðmundur Vignir Steinsson kt.020879-5139, sækir um leyfi til að saga gat á útvegg Systrakaffis, Klausturvegi 13 ln.163504, til að koma fyrir ofni, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert

 

Dagskrárlok22:00