74. fundur skipulags- og byggingarnefndar 7.desember 2010

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps

 

 

 

Fundur nr: 74 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi nr 15, þriðjudaginn 7. desember 2010 klukkan 20:00.

 

Mættir: Jóhannes Gissurarson formaður nefndarinnar, Gísli Kjartansson, Björn Helgi Snorrason varaformaður nefndarinnar, Pálmi Harðarson, Valgerður Erlingsdóttir, Guðmundur Vignir Steinsson slökkviliðsstjóri og Anton Kári Halldórsson yfirmaður tæknisviðs Skaftárhrepps fh. skipulags- og byggingarfulltrúa.

 

Samþykkt breyting á útsendri dagskrá: Mál nr.6, 7, 8, 9 tekin á dagskrá

 

 

 

 

Skipulagsmál:

 

1.    mál: Botnar – Umsókn um stofnun lóðar

María Bjarnadóttir fyrir hönd landeigenda sækir um að stofna lóðina Botnar lóð D, úr landi Botna ln.163310, skv. meðfylgandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

2.    mál: Deiliskipulag urðunarsvæðis Skaftárhrepps

Deiliskipulagstillaga Landmótunar fyrir urðunarsvæði Skaftárhrepps á spildu úr landi Breiðabólsstaðar tekin fyrir. Deiliskipulagssvæðið telst samtals um 4,7ha að stærð og er að grunni til deiliskipulag sem áður var auglýst og samþykkt af sveitarstjórn en var ekki birt í B-deild stjórnartíðinda. Gert er ráð fyrir urðun á ösku frá sorporkustöð, seyru og sláturúrgangi. Einnig er gert ráð fyrir geymslu á endurvinnanlegum úrgangi. Byggingarreitur er fyrir aðstöðuhús á svæðinu.

Afgreiðsla: Deiliskipulagstillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Skaftárhrepps 2002-2014, einnig er tillagan í samræmi við aðalskipulags tillögu Skaftárhrepps 2010-2022 sem nú er í ferli. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að deiliskipulagstillaga og umhverfisskýrsla verði auglýst, lögum samkvæmt.

 

 

Byggingamál:

 

3.    mál: Borgarfell – Byggingarleyfisumsókn

Sigfús Sigurjónsson kt.240363-5939 og Lilja Guðgeirsdóttir kt.191167-3339, sækja um byggingarleyfi fyrir kjötvinnslu byggða úr gámaeiningum á jörð sinni Borgarfelli ln.163307, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

 

 

 

 

 

 

Önnur mál:

 

4.    mál: Umsókn um leyfi fyrir skilti

Jón Grétar Ingvason, fyir hönd Lauren ehf. Kt.580510-1400, sækir um leyfi til að koma fyrir skilti við hringtorgið skammt norðan Skaftárbrúar, á sama stað og fleiri skilti eru staðsett.

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

 

5.    mál: Gjaldskrá byggingarleyfisgjalda / Fjárhagstaða sveitarfélagsins

Umræður og tillögur að breytingu gjaldskrár vegna byggingarleyfa- og gatnagerðargjalda og tengdra þjónustugjalda fyrir byggingar- og skipulagsfulltrúaembætti Skaftárhrepps. Sveitarstjóri fer yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsin.

Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að koma með tillögu að breyttri gjaldskrá skv. umræðum á fundi. Sveitarstjóri fór yfir fjárhagsstöðu skipulags- og byggingafulltrúaembættis Skaftárhrepps.

 

 

Erindi sem bárust eftir að fundarboð var sent út:

 

 

6.    mál: Botnar – Umsókn um stofnun lóðar

María Bjarnadóttir fyrir hönd landeigenda sækir um að stofna lóð undir fiskeldi úr landi Botna ln.163310, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

7.    mál: Hörgsland – Byggingarleyfisumsókn

Sigurður Kristinsson kt.171264-5539, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu. Um er að ræða hesthús sem verður byggt við fjárhús í landi Hörgslands II, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að alfa fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

 

8.    mál: Deiliskipulagstillaga fyrir fiskeldi Ytri-Tungu

Deiliskipulagstillaga Tækniþjónustunnar RGG, fyrir fiskeldi í landi Ytri-Tungu tekin fyrir. Deiliskipulagssvæðið nær yfir hluta af jörðinni Ytri-Tungu, þar sem starfrækt hefur verið fiskeldi. Til stendur að endurskipuleggja starfsemi fiskeldisins og stækka framleiðsluna í allt að 300 tonn á ári. Gert er ráð fyrir viðbótar eldiskerjum, fóðurgeymi, miðlununargeymi, iðnaðarhúsi og geymslugámum á skipulagstillögunni.

Afgreiðsla: Afgreiðslu erindisins frestað.

 

 

9.    mál: Efri-Vík – Byggingarleyfisumsókn

Hörður Davíðsson kt.221147-2519, fyrir hönd Ferðaþjónustunnar Efri-Vík ehf. kt.631078-0799, sækir um byggingarleyfi fyrir 3. áfanga hótels Laka. Um er að ræða herbergjaálmu með 24 herbergjum og tengibyggingu yfir í 2. áfanga hótelsins í landi Efri-Víkur ln.202913 skv. meðfylgjandi uppdráttum

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert

 

Dagskrárlok 22:10