73. fundur skipulags- og byggingarnefndar 1. nóvember 2010

 

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps

 

 

 

Fundur nr: 73 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi nr 15, mánudaginn 1. nóvember 2010 klukkan 20:00.

 

Mættir: Jóhannes Gissurarson formaður nefndarinnar, Gísli Kjartansson, Björn Helgi Snorrason varaformaður nefndarinnar, Pálmi Harðarson, Valgerður Erlingsdóttir, Guðmundur Vignir Steinsson slökkviliðsstjóri og Anton Kári Halldórsson yfirmaður tæknisviðs Skaftárhrepps fh. skipulags- og byggingarfulltrúa.

 

 

 

 

Byggingamál:

 

1.    mál: Prestsbakkakot – Byggingarleyfisumsókn

Jónatan Ásgeir Líndal kt.071252-4349, sækir um byggingarleyfi fyrir 26,5m² gestahúsi á lóðinni Prestsbakkakot ln.163628 skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu

 

2.    mál: Úthlíð lóð 219777 – Byggingarleyfisumsókn

Trausti Fannar Valsson kt.031176-4929, fyrir hönd G&T ehf. kt.650909-0620, sækir um byggingarleyfi fyrir 25m² gestahúsi á lóðinni Úthlíð lóð ln.219777 skv. meðfylgjandi uppdráttum. Húsið verður flutt í heilu lagi á tilbúnar undirstöður.

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um að gert verði grein fyrir brunavörnum á uppdráttum. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

3.    mál: Dalshöfði – Byggingarleyfisumsókn/breytt notkun

Ragnar Jónsson kt.150248-4509, sækir um leyfi til að breyta mhl.11 Fjós með áburðarkjallara að Dalshöfða ln.163315, í gistirými og íbúð skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um samþykki Brunamálastofnunar. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

4.    mál: Skaftárvellir 28 – Byggingarleyfisumsókn

Rúnar Páll Jónsson kt.250761-4069, fyrir hönd RR Tréverks ehf. kt.540706-1580, sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni Skaftárvellir 28 ln.180348 skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Önnur mál:

 

5.    mál: Dalshöfði – Niðurrif húsa

Ragnar Jónsson kt.150248-4509 og Ásdís Eyrún Sigurjónsdóttir, sækja um leyfi til niðurrifs á matshlutum 07 hesthús, 16 alifuglahús, 17 hlaða, 18 fjárhús á jörð sinni Dalshöfða ln.163315

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

 

 

 

 

 

 

Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert

 

Dagskrárlok 21:00