72. fundur skipulags- og byggingarnefndar 2. september 2010

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps

 

 

 

Fundur nr: 72 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi nr 15, fimmtudaginn 2. september 2010 klukkan 20:00.

 

Mættir: Jóhannes Gissurarson formaður nefndarinnar, Gísli Kjartansson, Björn Helgi Snorrason varaformaður nefndarinnar, Pálmi Harðarson, Valgerður Erlingsdóttir, og Anton Kári Halldórsson yfirmaður tæknisviðs Skaftárhrepps fh. skipulags- og byggingarfulltrúa. Guðmundur Vignir Steinsson slökkviliðsstjóri boðaði forföll.

 

Samþykkt breyting á útsendri dagskrá. Mál nr. 11 tekið á dagskrá.

 

 

 

Skipulagsmál:

 

1.    mál: Endurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2010-2022

Yfirferð athugasemda sem bárust á auglýsingatíma aðalskipulags Skaftárhrepps 2010-2022. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út þann 7.júlí 2010. Alls bárust 45 athugasemdir.

Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir því að athugasemdum verði svarað í samráði við sveitarstjórn. Vegna fjölda athugasemda og sumarleyfa í nefndum og ráðum sveitarfélagsins hefur dregist að svara innsendum athugasemdum. Byggingarfulltrúa falið að senda bréf á þá aðila sem skiluðu inn athugasemdum með útskýringum á töfum.

 

2.    mál: Stjórnarsandur – Stofnun lóðar

Lárus Helgason kt.301038-3139, óskar eftir því að lóðin Stjórnarsandur verði stofnuð skv. meðfylgjandi uppdráttum erindisins.

Afgreiðsla: Samkvæmt  Þjóðskrá Íslands eru margar lóðir og margir eigendur að umræddu landi innan þess reits sem sýndur er á meðfylgjandi uppdrætti. Samþykki allra skráðra eigenda af þeim lóðum sem færu undir þá lóð sem farið er fram á að stofnuð sé þarf að liggja fyrir, einnig þurfa að liggja fyrir landamerki aðliggjandi jarða.

 

 

 

Byggingamál:

 

3.    mál: Hæðargarður G9 – Byggingarleyfisumsókn

Páll Árnason kt.300744-4199, fyrir hönd eigenda, sækir um byggingarleyfi fyrir 9m² geymsluhúsi á sumarhúsalóð G9 í landi Hæðargarðs ln.163595 skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

4.    mál: Efri-Steinsmýri – Byggingarleyfisumsókn

Jón Reynir Einarsson kt.110440-4809, sækir um byggingarleyfi fyrir 444m² fjárhúsi, á jörð sinni Efri-Steinsmýri ln.163324 skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

5.    mál: Selhólavegur 3 og 5 – Byggingarleyfisumsókn

Guðmann Ísleifsson kt.270170-3829, fyrir hönd Fjölverk ehf. Kt.630195-2259, sækir um byggingarleyfi fyrir tveimur sumarhúsum byggðum úr gámaeiningum á lóðunum Selhólavegur 3 ln.175450 og Selhólavegur 5 ln.175451, í landi Efri-Víkur skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Skipulags- og byggingarnefnd vill benda á að útlitslega séð færi betur að risþak yrði sett á húsin. Byggingarfulltrúa falið afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

 

 

Önnur mál:

 

6.    mál: Laki – Stöðuleyfisumsókn

Snorri Baldursson, fyrir hönd Vatnajökulsþjóðgarðs, sækir um stöðuleyfi fyrir 5,8m² landvarðarhúsi  á bílastæðinu við Laka skv. meðfylgjandi uppdtáttum. Leyfi forsætisráðuneytis liggur fyrir.

Afgreiðsla: Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.

 

7.    mál: Klausturvegur 3-5 – Stöðuleyfisumsókn

Jón Grétar Ingvason kt.090150-2009, sækir um stöðuleyfi fyrir tveimur gámum á lóðinni Klausturvegur 3-5.

Afgreiðsla: Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs með fyrirvara um samþykki lóðarhafa.

 

8.    mál: Breiðabólsstaður – Niðurrif húsa

Sigurjóna Matthíasdóttir kt.131255-3309, sækir um leyfi til niðurrifs á matshlutum 07 fjárhús, 10 hlaða, 18 fjárhús, 20 reykhús á jörð sinni Breiðabólsstaður ln.163311.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

9.    mál: Hraungerði – Niðurrif húsa

Oddur Þórir Þórarinsson, fyrir hönd Hraungerðisbúsins ehf. Kt.701208-2180, sækir um leyfi til niðurrifs á matshlutum 03 geymsla, 04 geymsla, 05 fjárhús, 06 fjárhús, 09 hlaða á jörðinni Hraungerði ln.163369. Einnig er farið fram á að matshlutar 12 bogaskemma, 22 geymsla, 23 bílskúr verði teknir af fasteignaskrá þar sem þeir eru ekki lengur til staðar.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

10. mál: Mörtunga 1 – Breyttir aðaluppdrættir

Jenný Unnur Wolfram kt.280251-3809, óskar eftir að fá samþykkta breytta aðaluppdrætti af sumarhúsi sínu í landi Mörtungu 1 ln.179506

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið ljúka málinu.

 

 

Erindum bætt á dagskrá eftir að fundarboð var sent út:

        

11. mál: Hrífunes – Deiliskipulag ferðaþjónustusvæðisins Mýrar

Deiliskipulagstillaga Einrúms arkitekta fyrir ferðaþjónustuvæðið Mýrar, Hrífunesi tekin fyrir. Um er að ræða 31 ha svæði sem gerir ráð fyrir uppbyggingu hótels og ferðaþjónustu.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að auglýsa tillöguna. Á núgildandi aðalskipulagi Skaftárhrepps er svæðið sem um ræðir skilgreint sem tjaldsvæði og svæði fyrir veitingahús. Minniháttar breyting verður gerð á aðalskipulagi sem nú er í vinnslu.

 

 

 

 

 

Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert

 

Dagskrárlok 22:10