71. fundur skipulags- og byggingarnefndar 5. júlí 2010

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps

 

 

 

Fundur nr: 71 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi nr 15, mánudaginn 5. júlí 2010 klukkan 20:00.

 

Mættir: Jóhannes Gissurarson formaður nefndarinnar, Gísli Kjartansson, Björn Helgi Snorrason, Pálmi Harðarson, Valgerður Erlingsdóttir, Guðmundur Vignir Steinsson slökkviliðsstjóri og Anton Kári Halldórsson yfirmaður tæknisviðs Skaftárhrepps fh. skipulags- og byggingarfulltrúa.

 

Samþykkt breyting á útsendri dagskrá. Mál nr. 8 tekið á dagskrá.

 

Kosning varaformanns: Tvær tilnefningar komu, Valgerður Erlingsdóttir og Björn Helgi Snorrason. Björn Helgi Snorrason kosinn varaformaður með 3 atkvæðum. Valgerður Erlingsdóttir og Gísli Kjartansson hlutu 1 atkvæði hvort.

 

Samþykkt að stefnt sé að því að fundir skipulags- og byggingarnefndar verði haldnir fyrsta mánudag hvers mánaðar kl. 20:00

 

 

 

 

Skipulagsmál:

 

1.    mál: Skaftárdalur - Landskipti

Aðalbjörg Jónsdóttir kt.120564-3079, Eiríkur Þór Jónsson kt.190462-3939, Hanna Kristín Gunnarsdóttir kt.150771-5799 og Sigurður Bergmann Jónasson kt.060963-4959, sækja um leyfi til að skipta út lóð fyrir fjárhús úr landi sínu Skaftárdalur 2 2 ln.218253 skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

 

 

Byggingamál:

 

2.    mál: Holt 2 Álftaveri – Byggingarleyfisumsókn

Gottsveinn Eggertsson kt.210455-4429, sækir um byggingarleyfi fyrir vélageymslu í landi Holts 2, ln.163366 skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

3.    mál: Klausturvegur 1 – Umsókn um fjarlægingu skorsteins

Jón Grétar Ingvason, fyrir hönd Sofiu ehf, kt.551209-1480, óskar eftir heimild til niðurrifs reykháfs á Klausturvegi 1

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

4.    mál: Hraungerði – Breyttir aðaluppdrættir

Þórarinn Eggertsson kt.230746-3629, óskar eftir að fá samþykkta breytta uppdrætti af vélageymslu mhl.24, í landi Hraungerðis í Álftaveri ln.163369.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

 

 

 

5.    mál: Jökuldalir – Kynning á tillögu að stækkun

Gunnar Ólafsson kt.170267-3899, fyrir hönd skálafélags Glaðheima óskar eftir áliti skipulags- og byggingarnefndar á fyrirhugaðri 35m² stækkun á skála félagsins í Jökuldölum ln.163485 skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið.

 

 

Önnur mál:

 

6.    mál: Hólaskjól – Stöðuleyfisumsókn

Veiðifélag Skaftártungumanna kt.620801-2750, óskar eftir stöðuleyfi fyrir 15m² bjálkahúsi að Lambaskarðsheiði (Lambaskarðshólar) ln.163487 skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt, með fyrirvara um samþykki landeiganda. Byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

7.    mál: Síðumannaafréttur – Leyfi fyrir minningarsteini

Kristján Böðvarsson kt.200955-3159, fyrir hönd aðstandenda sækir um leyfi til að reysa minningarstein um Pál Símon Kristjánsson frá Skaftárdal, á skeri fyrir innan Varmá á Síðumannaafrétti skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt, með fyrirvara um samþykki landeiganda. Byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

 

Erindi sem bárust eftir að fundarboð var sent út:

 

8.    mál: Borgarfell – Kjötvinnsla

Sigfús Sigurjónsson kt.240363-5939, óskar eftir áliti skipulags- og byggingarnefndar á fyrirhugaðri byggingu kjötvinnslu á jörð sinni Borgarfelli ln.163308, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið.

 

 

 

 

Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert

 

Dagskrárlok 22:00