70. fundur skipulags- og byggingarnefndar 17. maí 2010

 

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps

 

 

 

Fundur nr: 70 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi nr 15, mánudaginn 17. maí 2010 klukkan 20:00.

 

Mættir: Birgir Jónsson, Guðbrandur Magnússon, Rúnar Páll Jónsson, Sigurlaug Jónsdóttir varaformaður nefndarinnar, Guðmundur Vignir Steinsson slökkviliðsstjóri, Bjarni Daníelsson sveitarstjóri og Anton Kári Halldórsson yfirmaður tæknisviðs Skaftárhrepps fh. skipulags- og byggingarfulltrúa. Sverrir Gíslason formaður nefndarinnar boðar forföll, ekki gafst tími til að fá inn varamann fyrir hann.

 

 

 

 

Skipulagsmál:

 

1.   mál: Endurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps

Yfirferð athugasemda Skipulagsstofnunar vegna endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps 2010 - 2022

Afgreiðsla: Nefndin fór yfir aðalskipulagsuppdrætti, sveitarfélags og þéttbýlisuppdrátt dags. 17.maí 2010.

Farið var yfir umhverfisskýrslu dags. 16.mars 2010

Farið var yfir athugasemdir skipulagsstonfunar dags. 4.maí 2010

Farið var yfir innkomnar umsagnir eftirtaldra aðila:

Flugstoðir

Kirkjugarðsráð

Fornleifavernd ríkisins

Vegagerðin

Skógrækt ríkisins

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands

Landsvirkjun

Landsnet

Suðurlandsskógar

RARIK

Farið var yfir greinagerð Landmótunar  dags. 17. Maí 2010, þar sem búið er að taka tillit til athugasemda Skipulagsstofnunnar og umsagna umsagnaraðila

Nefndin gerir ekki athugasemd við tillögu að aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022  að teknu tilliti til athugasemda Skipulagsstofnunar og umsagna umsagnaraðila

 

 

 

Byggingamál:

 

2.   mál: Geirland – Byggingarleyfisumsókn

Árni B. Björnsson kt.200958-6679, fyrir hönd Orlofssjóðs stéttarfélags verkfræðinga kt.511000-3270, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við orlofshús félagsins að Geirlandi ln.163569, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

 

Önnur mál:

 

3.   mál: Efri-Vík – Umsókn um leyfi fyrir bensíntank

Hörður Davíðsson kt.221147-2519, fyrir hönd Ferðaþjónustunnar Efri-Vík, kt.631078-0799, sækir um leyfi til að koma fyrir 3000 lítra bensíntank í landi Efri-Víkur skv. meðfylgjandi uppdrætti.

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

 

 

 

Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert

 

Dagskrárlok 21:35