69. Fundur skipulags- og byggingarnefndar 12. apríl 2010

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps

 

 

 

Fundur nr: 69 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi nr 15, mánudaginn 12. apríl 2010 klukkan 20:00.

 

Mættir: Guðbrandur Magnússon, Rúnar Páll Jónsson, Sigurlaug Jónsdóttir varaformaður nefndarinnar, Sverrir Gíslason formaður nefndarinnar, Guðmundur Vignir Steinsson slökkviliðsstjóri og Anton Kári Halldórsson yfirmaður tæknisviðs Skaftárhrepps fh. skipulags- og byggingarfulltrúa. Birgir Jónsson boðar forföll, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir mætir í hans stað.

 

 

 

 

Skipulagsmál:

 

1.    mál: Landmannahellir – Umsögn um deiliskipulag

Rúnar Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings bs. óskar eftir umsögn um deiliskipulag og umhverfisskýrslu fyrir Landmannahelli á Landmannaafrétti í Rangárþingi ytra.

Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemd við erindið.

 

2.    mál: Emstrur – Umsögn um deiliskipulag

Rúnar Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings bs. Óskar eftir umsögn um deiliskipulag og umhverfisskýrslu fyrir Emstrur í Rangárþingi eystra.

Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemd við erindið.

 

3.    mál: Umsókn um stofnun þjóðlendu

Forsætisráðuneytið sækir um stofnun þjóðlendunnar Álftaversafréttur sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001 með síðari breytingum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

Byggingamál:

 

4.    mál: Hunkubakkar – Byggingarleyfisumsókn

Jóhanna Jónsdóttir kt.250466-8119, fyrir hönd Ferðaþjónustunnar Hunkubökkum kt.580100-2280 sækir um byggingarleyfi fyrir tveimur gestahúsum á lóðum 5 og 6 í landi Hunkubakka skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

5.    mál: Sandhóll – Byggingarleyfisumsókn

Örn Karlsson kt.080559-2839 og Hellen M. Gunnarsdóttir kt.020257-4589, sækja um leyfi til að byggja kvist á norðurhlið íbúðarhúss síns að Sandhóli ln.163431, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

 

 

 

Önnur mál:

 

6.    mál: Holt 1 – Niðurrif húsa

Anna Björg Siggeirsdóttir kt.300461-2479 fyrir hönd Margrétar Kristínar Jónsdóttur kt. 020919-3619, sækir um leyfi til niðurrifs mhl. 10 (fjárhús), 11 (fjárhús), 15 (hesthús), 18 (hlaða) og 27 (hlaða) í landi Holts 1 ln.163363.

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um leyfi eiganda og skoðun byggingarfulltrúa á matshlutunum.

 

7.    mál: Bréf frá LEX lögmannsstofu dags. 31.mars 2010

Varðar umsóknir til skipulags- og byggingarnefndar fyrir hönd KBK ehf.

Afgreiðsla: Sverrir Gíslason víkur af fundi. Erindinu vísað til nánari skoðunar hjá sveitarstjórn. Sverrir Gíslason kemur aftur til fundar.

 

 

Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert

 

Dagskrárlok 21:15