68. fundur skipulags- og byggingarnefndar 8. febrúar 2010

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps

 

 

 

Fundur nr: 68 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi nr 15, mánudaginn 8. febrúar 2010 klukkan 20:00.

 

Mættir: Birgir Jónsson, Guðbrandur Magnússon, Rúnar Páll Jónsson, Sigurlaug Jónsdóttir varaformaður nefndarinnar, Sverrir Gíslason formaður nefndarinnar, Guðmundur Vignir Steinsson slökkviliðsstjóri og Anton Kári Halldórsson yfirmaður tæknisviðs Skaftárhrepps fh. skipulags- og byggingarfulltrúa.

 

Samþykkt breyting á útsendri dagskrá mál nr. 4 og 5 tekið á dagskrá.

 

 

 

Byggingamál

 

1.    mál: Botnar – Byggingarleyfisumsókn

Valgerður Ólafsdóttir, kt. 100559-5609, sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóð C, í landi Botna ln.163555, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

2.    mál: Efri-Fljótar 2 – Byggingarleyfisumsókn

Hávarður Ólafsson, kt. 141044-4199, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu (forstofu) við íbúðarhús mhl.04 í landi Efri-Fljóta ln. 163322 skv. meðfylgjandi uppdráttum. Einnig er sótt um leyfi fyrir að einangra og klæða íbúðarhúsið að utan með stálklæðningu skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

 

Önnur mál:

 

3.    mál: Iðjuvellir 7b – Stöðuleyfisumsókn

Rúnar Páll Jónsson kt. 250761-4069, fyrir hönd RR Tréverk ehf. Kt. 540706-1580 sækir um stöðuleyfi fyrir tveimur gámum á lóð fyrirtækisins að Iðjuvöllum 7b, Kirkjubæjarklaustri.

Afgreiðsla: Rúnar Páll Jónsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Samþykkt. Stöðuleyfi veitt til eins árs. Rúnar Páll Jónsson kemur aftur til fundar.

 

 

Erindi sem bárust eftir að fundarboð var sent út:

 

4.    mál: Foss 3 – Stöðuleyfisumsókn

Páll Helgason kt. 150842-2129, sækir um stöðuleyfi fyrir gámi á jörð sinni Fossi 3 ln. 163340. Með erindinu fylgja myndir sem sína gáminn og staðsetningu hanns.

            Afgreiðsla: Samþykkt. Stöðuleyfi veitt til eins árs.

 

 

 

 

 

5.    mál: Hlíð – Umsókn um landskipti

Guðgeir Sumarliðason kt. 291037-2409, Elín Heiða Valsdóttir kt. 271077-5139, Árni Oddsteinsson kt. 270246-4009, Bjarndís Sumarliðadóttir kt. 051040-4069, og Valgerður Sumarliðadóttir kt. 051040-4149, sækja um leyfi til að stofna nýja fasteign, Hlíð II úr landi Hlíðar ln. 163361 skv. meðfylgjandi uppdrætti og landskiptagerð.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

 

Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert

 

Dagskrárlok 21:00