67. fundur skipulags- og byggingarnefndar 11. jan˙ar 2010

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps

 

 

 

Fundur nr: 67 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi nr 15, mánudaginn 11. janúar 2010 klukkan 20:00.

 

Mættir: Birgir Jónsson, Guðbrandur Magnússon, Rúnar Páll Jónsson, Sverrir Gíslason formaður nefndarinnar, Guðmundur Vignir Steinsson slökkviliðsstjóri og Anton Kári Halldórsson yfirmaður tæknisviðs Skaftárhrepps fh. skipulags- og byggingarfulltrúa. Sigurlaug Jónsdóttir varaformaður nefndarinnar boðaði forföll. Ekki náðist í varamann fyrir hana.

 

 

 

Byggingamál

 

1.    mál: Efri-Vík – Byggingarleyfisumsókn

Hörður Davíðsson, kt. 221147-2519, fyrir hönd Ferðaþjónustunnar Efri-Vík, kt. 631078-0799, sækir um byggingarleyfi fyrir 4. Áfanga (heilsulind) hótelsins að Efri-Vík, ln.202913 skv. meðfylgjandi uppdráttum

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

 

 

Önnur mál:

 

2.    mál: Stuðlafoss – Niðurrif húsa

Björn Helgason, kt. 061243-2839 og Guðleif Helgadóttir, kt. 090237-7569, sækja um leyfi til niðurrifs mhl. 06 og mhl. 11 á jörð sinni Stuðlafossi ln. 163455. Húsin eru hlaðið fjárhús og hlaða og eru talin ónýt.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

 

Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert

 

Dagskrárlok 21:15