66. fundur skipulags- og byggingarnefndar 30. nóvember 2009

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps

 

 

 

Fundur nr: 66 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi nr 15, mánudaginn 30. nóvember 2009 klukkan 20:00.

 

Mættir: Birgir Jónsson, Guðbrandur Magnússon, Rúnar Páll Jónsson, Sigurlaug Jónsdóttir varaformaður nefndarinnar, Guðmundur Vignir Steinsson slökkviliðsstjóri og Anton Kári Halldórsson yfirmaður tæknisviðs Skaftárhrepps fh. skipulags- og byggingarfulltrúa. Sverrir Gíslason formaður nefndarinnar boðaði forföll. Ekki náðist í varamann fyrir hann.

 

 

Skipulagsmál

 

1.    mál: Umsögn um tillögu að aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022

Ásahreppur vinnur nú að gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið sem tekur við gildandi aðalskipulagi. Gildandi aðalskipulag er frá 2002-2014. Skipulagið nær til byggðahluta Ásahrepps og Holtamannaafréttar. Óskað er umsagnar á tillögu að aðalskipulagi fyrir Ásahrepp, í samræmi við skipulagsreglugerð, kafla 3.2.

Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemd við tillöguna.

 

2.    mál: Umsókn um stofnun þjóðlendna í Skaftárhreppi

Forsætisráðuneytið sækir um stofnun þjóðlendnanna Síðumannaafréttur og Skaftártunguafréttur sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001 með síðari breytingum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

 

 

Byggingamál

 

3.    mál: Hlíð – Byggingarleyfisumsókn

Árni Oddsteinsson, kt. 270246-4009, sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á frístundalóð sinni Hlíð ln. 218916 skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu

 

 

 

Önnur mál:

 

4.    mál: Klausturvegur 1 – Stöðuleyfisumsókn

Jón Grétar Ingvason, kt. 090150-2009, fyrir hönd KBK ehf, kt. 520907-0410, sækir um stöðuleyfi fyrir fjórum starfsmanna og þjónustuhúsum á lóð félagsins við Klausturveg 1 skv. meðfylgjandi uppdráttum. Afgreiðslu erindisins var frestað á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 2. nóvember 2009.

Afgreiðsla: Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs. Skipulags- og byggingarnefnd fer fram á að gengið verði frá gámunum í samráði við byggingarfulltrúa og skv. innsendum teikningum, fyrir 1. maí 2010.

 

 

 

 

5.    mál: Geirland – Stöðuleyfisumsókn

Gísli Kjartansson, fyrir hönd Geirlands ehf, kt. 410703-3780, sækir um stöðuleyfi fyrir tvö geymsluhús svk. meðfylgjandi uppdrætti.

Afgreiðsla: Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.

 

 

Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert

 

Dagskrárlok 21:15