Fundur Menningarmálanefndar Skaftárhrepps 26. ágúst 2013.
Fundur settur kl. 16.00 heima hjá formanni.
Mætt voru: Rannveig Bjarnadóttir og Ingólfur Hartvigsson er ritaði fundargerð en Jón Geir Ólafsson boðaði forföll.
Formaður setur fund.
1. Fyrst á dagskrá var Uppskeru- og þakkarhátíð í Skaftárhreppi 2013. Hátíðin verður fyrstu helgina í nóvember eða frá fimmtudeginum 31. október – sunnudagsins 3. nóvember. Messa sunnudagsins verður í Kálfafellskirkju í Fljótshverfi.
Samstarf við Kirkjubæjarstofu gekk mjög vel í fyrra og ákveðið að kanna hvort að ekki verði endurtekning á því samstarfi á þessu ári. Fundarmenn skiptu með sér verkum í sambandi við hátíðina.
2. Kammertónleikar 2013. Farið yfir kostnað og reikninga. Fundarmenn ræddu einnig þrif og umhirðu í Kirkjuhvoli. Það var leiðinlegt að koma að félagsheimilinu skítugu fyrir tónleikar og hugsanlega þarf að þrífa félagsheimilið oftar en er gert í dag.
3. Það kom menningarmálanefnd á óvart að búið væri að setja upp varmadælu í Héraðsbókasafninu. Fundarmenn fagna uppsetingu varmadælunnar en hefðu gjarnan viljað vera með í ráðum.
Engin mál önnur á dagskrá.
Fundi slitið kl. 17.45 IH