Fundargerð menningarmálanefndar, 30. júní 2013
Fundur Menningarmálanefndar Skaftárhrepps 30. júní 2013
Fundur settur kl. 17.00 í Kirkjubæjarskóla á Síðu
Mætt voru: Rannveig Bjarnadóttir, Jón Geir Ólafsson og Ingólfur Hartvigsson er ritaði fundargerð.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fund.
Á dagskrá fundarins voru Kammertónleikar 2013. Farið var yfir undirbúning og framkvæmd tónleikanna og hvernig breytingarnar frá fyrri tónleikum heppnuðust.
Ýmislegt rætt í sambandi við tónleikana og fundarmenn sammála um það að Kammertónleikar 2013 hefðu heppnast vel og að breytingarnar hafi að mestu leyti verið til góðs.
Fundi slitið kl. 19.00 IH