Fundargerđ menningarmálanefndar, 31. maí 2013

Fundur Menningarmálanefndar Skaftárhrepps 31. maí 2013

Fundur settur kl. 10.00 í Kirkjubæjarskóla

 

Mætt voru: Rannveig Bjarnadóttir, Jón Geir Ólafsson og Ingólfur Hartvigsson er ritaði fundargerð. Einnig voru á fundinum Guðmundur Óli Sigurgeirsson og Kjartan Kjartansson, skólastjóri.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fund.

 

Undirbúningur fyrir Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri 28. – 30. júní 2013 var það eina sem var á dagskrá. Stjórnin skipti með sér verkum en Guðmundur Óli getur ekki tekið að sér eins mörg verkefni og áður.

 

Búið er að bóka matsal og eldhús Kirkjubæjarskóla laugardaginn 29. júní til brúðkaupsveislu. Sú ákvörðun að bóka matsalinn og eldhúsið þennan dag hefur breytt forsendunum til að halda Kammertónleikana að þessu sinni og mun vafalítið hafa áhrif á kostnað og undirbúning tónleikanna.

 

Ákveðið var að miðaverð yrði það sama og í fyrra: 3.500 kr. á staka tónleika, 6.000 kr. á tvenna tónleika og 8.500 kr. á þrenna. Eldri borgarar: 3.000 kr. á staka tónleika, 5.500 kr. á tvenna tónleika og 7.500 kr. á þrenna.

 

Önnur mál ekki á dagskrá og formaður sleit fundi.

 

 

 

 

IH