Fundargerđ menningarmálanefndar 3. október 2012

Fundur Menningarmálanefndar Skaftárhrepps 3. október 2012

Fundur settur kl. 17.00 í Kirkjubæjarstofu.

 

Mætt voru: Rannveig Bjarnadóttir, Jón Geir Ólafsson og Ingólfur Hartvigsson er ritaði fundargerð. Einnig var á fundinum Ólafía Jakobsdóttir, forstöðumaður Kirkjubæjarstofu.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fund.

 

Unnið var í dagskrá Uppskeruhátíðar og Safnahelgar. Dagskráin er að fá á sig endanlega mynd en  athuga þarf nokkra lausa enda. Eyrún umsjónaraðili íþróttahúsins hefur skipulagt opið hús í íþróttahúsinu og hefur m.a. fengið íþróttaálfinn til að mæta á svæðið. Menningarmálanefnd samþykkti að styrkja komu íþróttaálfsins  um  80.000 krónur.

 

Fundarmenn skiptu með sér verkum og síðan var fundi slitið kl. 18.20.

 

IH