Fundargerđ menningarmálanefndar 27. september 2012

Fundur Menningarmálanefndar Skaftárhrepps 27. september 2012

Fundur settur kl. 17.00 í Kirkjubæjarstofu.

 

Mætt voru: Rannveig Bjarnadóttir, Jón Geir Ólafsson og Ingólfur Hartvigsson er ritaði fundargerð. Einnig var á fundinum Ólafía Jakobsdóttir, forstöðumaður Kirkjubæjarstofu.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fund.

 

Á dagskrá fundarins var undirbúningur að Uppskeruhátíð Skaftárhrepps og Safnahelgi Suðurlands sem haldin verða 1. - 4. nóvember nk.

 

Rætt var um dagskrá helgarinnar. Í grófum dráttum verður hún svona: Setningarhátíð verður á fimmtudeginum 1. nóv. í Kirkjuhvoli. Föstudagurinn 2. nóv. verður tileinkaður menntastofnunum hreppsins en einnig verður boðið upp á tónleika og asíst hlaðborð. Á laugardeginum 3. nóv. verður Meðallandið í brennidepli og einnig verður uppboð og veisluhátíð um kvöldið. Á sunnudeginum 4. nóv. mun Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir vígja kapellu Klausturhóla.

 

Rætt var um hvort mögulegt væri að hafa veisluhátíð í stóra sal íþróttahúsins. En fyrirspurn um það atriði barst Menningarmálanefndinni. Fundarmenn voru sammála um að ekki væri ráðlegt að halda matarveislu í íþróttahúsinu. Menningarmálanefnd telur sig ekki geta borið ábyrgð á matarveislu í íþróttahúsinu, þar sem engar aðstæður eru til staðar í íþróttahúsinu til að halda fjölmenna matarveislu.

 

Dagskráin er ekki að öllu leiti tilbúin og skiptu fundarmenn með sér verkum fram að næsta fundi sem verður 3. október 2012 í Kirkjubæjarstofu kl. 17.00.

 

Fundi slitið kl. 18.30 IH