Fundargerđ menningarmálanefndar 12. ágúst 2012

Fundur Menningarmálanefndar Skaftárhrepps 12. ágúst 2012

Fundur settur kl. 17.30 í Kirkjubæjarskóla á Síðu

 

Mætt voru: Rannveig Bjarnadóttir, Jón Geir Ólafsson og Ingólfur Hartvigsson er ritaði fundargerð. Einnig voru á fundinum Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Guðmundur Óli Sigurgeirsson.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fund.

 

Á dagskrá fundarins var Kammertónleikar 2012 og einnig var horft til framtíðar um mögulegar breytingar á Kammertónleikunum.

 

Allir fundarmenn sammála um það að Kammertónleikar 2012 hefðu heppnast sérstaklega vel. Aðsókn á tónleikanna hefði mátt vera betri.

 

Ákveðið var að breyta tímasetningu tónleikanna og þá horft til síðustu helgarinnar í júní. Guðrúnu falið að skoða þá dagsetningu betur.

 

Mörgum góðum hugmyndum var varpað fram á fundinum og margar þeirra á eftir að ræða betur.  Það er von fundarmanna að það verði hægt að færa Kammertónleikana, þessa góðu tónlistar- og sönghátíð nær fólkinu sem býr í Skaftárhreppi. En það verður ekki hægt nema að einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir hreppsins komi að hátíðinni bæði beint og óbeint.

 

Einnig voru fundarmenn sammála um að það þurfi að skoða fleiri hluti í sambandi við Kammertónleikanna en tímasetningu. Einnig þarf að skoða, miðaverð, nafnið á tónleikunum, samvinnu listgreina, aðkomu fyrirtækja og stofnanna og styrkumsóknir.

 

Ákveðið var að skoða þessi hluti betur og Guðrún beðin um að móta þær hugmyndir betur sem fram komu á fundinum og senda á fundarmenn.

 

Fundi slitið kl. 19.00 IH