Fundargerđ menningarmálanefndar 23. apríl 2012

Fundur Menningarmálanefndar Skaftárhrepps 23. apríl 2012 á Héraðsbókasafninu.

Fundur hófst kl. 16.00.

Mætt voru: Rannveig Bjarnadóttir, Jón Geir Ólafsson og Ingólfur Hartvigsson er ritaði fundargerð.

 Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fund. 

1.      Uppskeru- og þakkarhátíð
Rætt um Uppskeru- og þakkarhátíð 2012 og ákveðið að hún verði haldin dagana 1. - 4. nóvember 2012 sem er á sama tíma og Safnahelgi Suðurlands. Ýmislegt rætt í sambandi við fyrstu skref að undirbúningi. 

2.   Kammertónleikar
Rætt um undirbúning Kammertónleika 2012 sem verða haldnir dagana 10. - 12. ágúst 2012. Ákveðið að kanna hvort Guðmundur Óli Sigurgeirsson hafi tök á því að vera starfsmaður tónleikanna en nefndin var mjög ánægð með hans störf við Kammertónleikana 2011. Menningarráð Suðurlands hafa nú þegar veitt tónleikunum styrk upp á 400.000 krónur og er nefndarmenn mjög þakklátir fyrir það. 

3.   Héraðsbókasafn
Nauðsynlegt er að fara í gegnum ýmis skjöl á Héraðsbókasafninu og athuga hvort að            ekki þurfi að senda skjöl á Skógarsafn. Athuga þarf hvort að hægt sé að fá manneskju til         þess að meta þörfina og formanni falið að skoða málið.

Engin önnur mál á daskrá og fundið slitið kl. 17.25

IH