Fundargerđ menningarmálanefndar 18. ágúst 2011

Fundur Menningarmálanefndar Skaftárhrepps 18. ágúst 2011

Fundur haldinn heima hjá formanni. Fundur settur kl. 14.00

Mætt voru: Rannveig Bjarnadóttir, Jón Geir Ólafsson og Ingólfur Hartvigsson er ritaði fundargerð.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fund og lagði fram dagskrá.

 

1. Kammertónleikar:

Tónleikarnir gengu vel. Margir gestir sóttu báða tónleikana og létu vel af þeim.

Nefndarmenn sammála um að nauðsynlegt  er að merkja félagsheimilið betur fyrir tónleika t.d. með borða og/eða fánum. Það bæði dregur að ferðamenn sem hugsanlega hafa áhuga á tónleikunum og einnig hjálpar tónlistargestum að finna staðinn. Gott væri að Kammertónleikarnir ættu logo til að setja á borða/fána og aðrar auglýsingar. Menningarmálanefnd vill þakka þeim listamönnum sem komu fram á tónleikunum, styrktaraðilum, og þeim sem hjálpuðu til við undirbúning og framkvæmd tónleikanna.

 

2. Hlutverk og verksvið Menningarmálanefndar:

Rætt almennt um hlutverk og verksvið Menningarmálanefndar samkvæmt erindisbréfi nefndarinnar. Þar kemur m.a. fram að Menningarmálanefnd ferm með hlutverk Bókasafnsnefndar samkvæmt ákvæðum laga um almenningsbókasöfn.

 

3. Uppskeruhátíð:

Ýmsar hugmyndir um uppskeruhátíð ræddar.

 

4. Múlakotsskóli:

Nauðsynlegter að byrja sem fryst á viðhaldsframkvæmdum á skólanum. Hér er um sögulegar fornminjar að ræða og því brýnt að huga vel að skólanum.

 

Formaður sleit fundi kl. 15.55

 

IH