54. fundur Šskulř­s- og Ý■rˇttanefndar, 13.maÝ 2013

54. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, haldinn þann 13. maí 2013, kl. 20:00, á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10.

 

Mættir undirritaðir fulltrúar nefndarinnar.

 

Á fundinn mættu:  Þorsteinn M. Kristinsson, Bjarki Guðnason, Gunnar Pétur Sigmarsson (í forföllum Ólafar Rögnu), Jóhann Gunnar Böðvarsson (íþrótta- og tómstundafulltrúi), Eyrún Elvarsdóttir (umsjónarmaður íþróttamannvirkja) og Eygló Kristjánsdóttir (sveitarstjóri).

 

Eyrún ritar fundargerð.

 

Dagskrá:

 

1)      Málefni íþróttamiðstöðvar. 

 

a)  Bréf frá Kristbjörgu Hilmarsdóttur, dags. 17. mars 2013.

Í bréfinu fer bréfritari þess á leit að æskulýðs- og íþróttanefnd og sveitarstjórn endurskoði vandlega gjaldskrá sundlaugar Skaftárhrepps.

 

Æskulýðs- og íþróttanefnd þakkar fyrir bréfið. Gjaldskráin fyrir árið 2013 var enduskoðuð á 52. fundi nefndarinnar, 27. nóvember 2012, og svo samþykkt í sveitarstjórn á 353. fundi hennar, 10. desember 2012. Við endurskoðun gjaldskrár íþróttamiðstöðvar er tekið mið af gjaldskrám nágrannasveitarfélaga og sundlauga af svipaðri stærð. Æskulýðs- og íþróttanefnd endurskoðar gjaldskrá íþróttamiðstöðvar að nýju í lok þessa árs.

 

b)     Opnun sundlaugar – opnunartími.

       Íþrótta-og æskulýðsnefnd óskar eftir því að farið verði í að hita upp sundlaugina svo

       að hægt verði að opna hana fyrir næst komandi hvítasunnuhelgi.

       Lagt er til að sundlaugin verði opin frá 10 til 21 alla daga í sumar.

 

c)      Starfsmannahald og ráðningar.

      Auglýst var eftir umsjónarmanni íþróttamannvirkja og að auki var auglýst eftir

      almennum starfsmönnnum við íþróttamiðstöðina.  Ákveðið var að ráða Sigmar   

      Helgason umsjónarmann við íþróttamiðstöðina á Kirkjubæjarklaustri.  Vantar enn að

      ráða sumarstarfsmenn við íþróttamiðstöðina.

      Eyrún Elvarsdóttir lætur af stöfum sem umsjónarmaður íþróttamiðstöðvarinnar í lok

      þessa mánaðar.  Æskulýðs- og íþróttanefnd þakkar henni fyrir vel unnin störf.

 

     d) önnur mál

     Vatnsrennibraut í sundlaug hefur verið lokuð í bráðum tvö ár. Æskulýðs- og

     íþróttanefnd hefur ítrekað farið fram á að rennibrautin verði löguð. Nú er þörf á

     aðgerðum, að hún verði löguð og sett upp.  Formanni falið að fylgja málinu eftir.

     

2)      Styrkveitingar.

 Í fjárhagsáætlun Skaftárhrepps er gert ráð fyrir kr. 100.000.- í styrki til æskulýðs- og íþróttamála.

Ákveðið er að auglýsa eftir styrkumsóknum.

 

3)      Tækjakaupasjóður.

Við byggingu íþróttamannvirkja varð til tækjakaupasjóður og fjármunir hans nýttir til að kaupa inn tæki og tól fyrir íþróttamiðstöðina. Sjóðurinn er í reikningi og kennitölu  Umf. Ármanns.  Óskað er eftir viðræðum við stjórn Umf.Ármanns um málefni sjóðsins. Formanni falið að boða til fundarins.

 

4)      17. júní 2013.

Æskulýðs-og íþróttanefnd mun í ár sjá um skipulag hátíðarhalda.

 

 

5)      Krakkablak.

Bréf frá Eygló Kristjánsdóttur dags. 8. maí 2013. Í bréfinu kemur fram að sett var af stað krakkablak í íþróttamiðstöðinni í apríl síðastliðnum, í umsjá Fanneyjar Ólafar Lárusdóttur. Óskað er eftir styrk frá æskulýðs- og íþróttanefnd í formi gjaldfrjáls aðgangs að íþróttahúsinu fyrir þessa tilteknu tíma.. Æskulýðs-og íþróttanefnd samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti.

                 

6)      Önnur mál.

 

a)  Íþróttamaður Skaftárhrepps 2012.

Kristín Lárusdóttir var útnefnd íþróttamaður ársins í Skaftárhreppi við athöfn á sumardaginn fyrsta. Kristín er virkilega vel að þessum titli komin og óskar æskulýðs- og íþróttanefnd Skaftárhrepps Kristínu innilega til hamingju.

 

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:05.

 

 

 

 

Þorsteinn M. Kristinsson                                        Bjarki Guðnason

 

 

Gunnar P. Sigmarsson                                           Eyrún Elvarsdóttir      

 

 

Jóhann G. Böðvarsson