53. fundur Šskulř­s- og Ý■rˇttanefndar, 6. mars 2013

53. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, haldinn þann 6. mars 2013, kl. 19:00, á Hótel Laka.

 

Mættir undirritaðir fulltrúar nefndarinnar.

 

Á fundinn mættu:  Þorsteinn M. Kristinsson, Ólöf Ragna Ólafsdóttir, Bjarki Guðnason, Jóhann Gunnar Böðvarsson (íþrótta- og tómstundafulltrúi) og Eyrún Elvarsdóttir (umsjónarmaður íþróttamannvirkja).

 

Eyrún ritar fundargerð.

 

Dagskrá:

 

1)      Málefni íþróttamiðstöðvar.

Starfsmannamál rædd-formanni falið að framfylgja því máli samkvæmt umræðu á fundinum.

Ákveða þarf hvenær sundlaugin  er opnuð þannig að hægt verði að gera ráðstafanir fyrir starfsmannahald næstu vikur og mánuði.

Viðhaldsmál í íþróttamiðstöð;  skipta þarf um dúk í heitapottinum,  gera þarf við rennibraut (minnt er á að rennibrautin var gjöf til íþróttamiðstöðvarinnar) og fleiri viðhaldsmál bíða og er umsjónarmanni íþróttamiðstöðvarinnar falið að gera lista yfir þau mál. 

                 

2)      Önnur mál.

Íþróttamál rædd-vítt og breytt.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:00.

 

 

 

 

Þorsteinn M. Kristinsson        
Ólöf Ragna Ólafsdóttir

Bjarki Guðnason               
Eyrún Elvarsdóttir      
Jóhann Gunnar Böðvarsson