52. fundur Šskulř­s- og Ý■rˇttanefndar, 27. nˇvember 2012

52. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, haldinn þann 27. nóvember 2012, kl. 20:00, á skrifstofu Skaftárhrepps.

 

Mættir undirritaðir fulltrúar nefndarinnar.

 

Á fundinn mættu:  Þorsteinn M. Kristinsson, Ólöf Ragna Ólafsdóttir, Bjarki Guðnason, Jóhann Böðvarsson (íþrótta- og tómstundafulltrúi), Eyrún Elvarsdóttir (umsjónarmaður íþróttamannvirkja) og Eygló Kristjánsdóttir (sveitarstjóri).

 

Eyrún ritar fundargerð.

 

Dagskrá:

 

1)      Fjárhagsáætlun 2013.

Farið yfir fjárhagsáætlanir fyrir stofnanir og deildir er undir nefndina heyra.

Æskulýðs- og íþróttanefnd óskar eftir að sveitastjórn geri ráð fyrir fjármagni í styrkjaúthlutun til æskulýðsmála,  jafnframt óskar nefndin eftir fjármagni til tækja- og ferðakostnaðar fyrir félagsmiðstöðina.

 

2)      Gjaldskrár fyrir árið 2013.

Gjaldskrá fyrir íþróttamiðstöð yfirfarin og uppfærð.

Gerð var tillaga um að hækka gjald fyrir fullorðna í sund úr 450 kr í 500 kr og gjald fyrir börn, elli- og örorkulífeyrisþega úr 250 kr í 300 kr.  Einnig var gerð tillaga um að gera dagsleigu á íþróttasal (8 tímar)  25.000 kr.  Hækkun á handklæðaleigu og sundfataleigu úr 400 kr í 500 kr.  Breytingin tekur gildi 1. janúar 2013.

 

3)      Önnur mál er varða íþróttamiðstöð.

Nokkur atriði þarfnast viðhalds í íþróttahúsi,  skipta þarf um glugga í tækjasal,  laga hurð og laga leka á íþróttahúsi. 

 

 

4)      Íþróttamaður ársins 2012.

Ákveðið að auglýsa eftir tilnefningu.

 

 

5)      Önnur mál.   

Sparkvöllur þarfnast lagfæringar,  íþrótta-og tómstundarfulltrúa er falið að gera ráðstafarnir til lagfæringar. 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:00.

 

 

 

 

Þorsteinn M. Kristinsson                                        Ólöf Ragna Ólafsdóttir

 

 

Bjarki Guðnason                Eyrún Elvarsdóttir                Jóhann Gunnar Böðvarsson