48. fundur Šskulř­s- og Ý■rˇttanefndar, 28. nˇvember 2011

 48. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, haldinn þann 28. nóvember 2011, kl. 16:00, á skrifstofu Skaftárhrepps.

 Mættir undirritaðir fulltrúar nefndarinnar auk íþrótta- og tómstundafulltrúa, umsjónarmanni íþróttamiðstöðvar og sveitarstjóra.

 Á fundinn mættu,  Þorsteinn,  Ólöf,   Jóhann Gunnar,  Bjarki,  Eyrún og Eygló. 

Dagskrá:

 1)                  Málefni  íþróttamiðstöðar.
a) Fjárhagsáætlun

b) Staða mála í íþróttamiðstöð
Bæta þarf merkingar fyrir sundlaug og íþróttamiðstöð.

Lækka þarf rafmagnskostnað. Fram hefur komið tillaga um að setja hreyfiskynjara á ljósin í sundlauginni.

Auglýsa betur fyrir íþróttamiðstöð fyrir íþróttafélög

c) Sundlaug:

Farið yfir rafmagnsmál og hita.

Umræður um hvort loka eigi sundlauginni í ákveðin tíma um veturinn. Niðurstaðan var sú að gera það ekki,  heldur reyna frekar að auka tekjuhliðina, fá fólk til að nota aðstöðuna betur. 

Lagt til að íbúar Skaftárhrepps 16 ára og yngri fái frítt í sund.

Gert er ráð fyrir tæpum 48 milljónum í þennan málaflokk á næsta ári.

Ekki lagðar til neinar breytingar á opnunnartímum.

c) Annað

Gjaldskrá rædd og yfirfarin,

Uppfæra þarf gjaldskránna samkvæmt vísitölu,  tekið skal fram að gjaldskránni hefur ekki verið breytt síðustu tvö ár. Unnið að nýrri gjaldskrá, sem kemur út í janúar.

 

 

2)                  Málefni félagsmiðstöðvar.

a) Fjárhagsáætlun. Umræður.

b) Staða mála í félagsmiðstöð

Félagsmiðstöin Klaustrið tók þátt í hönnunarkeppninni Stíl 2011 þar sem 55 aðrar félagsmiðstöðvar tóku þátt. Þar  unnu til verðlauna fyrir bestu hönnun, þær Tamita, Rebekka, Bjarney og Þórhildur. Æskulýðs- og íþróttanefnd sendir þeim bestu hamingjuóskir með árangurinn.

Nú er í boði fyrir krakkana að fara í íþróttasalinn áður en þau fara í félagsmiðstöðina. Hefur það mælst vel fyrir.

Næst á dagskrá hjá félagsmiðstöðinni er að fara á Samféshátíð í Reykjavík.

3)                  Íþróttamaður ársins.

Samþykkt að auglýsa eftir tilnefningum,  formanni falið að gera það.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.18:12.

 

 

 

 

Þorsteinn M. Kristinsson                                        Ólöf Ragna Ólafsdóttir

 

 

Bjarki Guðnason