49. fundur Šskulř­s- og Ý■rˇttanefndar, 8. mars 2012

49. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, haldinn þann 8. mars 2012, kl. 20:00, að Efri-Vík í Landbroti.

Mættir undirritaðir fulltrúar nefndarinnar auk íþrótta- og tómstundafulltrúa. 

Á fundinn mættu:  Þorsteinn, Ólöf, Bjarki og Jóhann Gunnar (íþrótta- og tímstundafulltrúi).

Formaður ritar fundargerð.

 

Dagskrá:

1)                  Bréf frá UMFÍ, dagsett 3. janúar 2012, um gistingu íþróttahópa.

Íþróttamiðstöð Skaftárhrepps býður upp á glæsilega aðstöðu fyrir íþróttahópa, bæði til æfinga og keppni. Nokkur ungmennafélög og önnur íþróttafélög hafa á síðustu árum nýtt sér aðstöðuna. Æskulýðs- og íþróttanefnd hvetur UMFÍ til að kynna sér þá aðstöðu sem þar er í boði og hvetja íþróttafélög til að nýta sér aðstöðuna. Í nágrenni við Íþróttamiðstöðina er talsvert framboð af gistimöguleikum og ef vill getur Íþróttamiðstöðin verið íþróttahópum innan handar við að ná hagstæðum kjörum fyrir gistingu.

 

2)                  Heilsueflandi framhaldsskóli. Bréf frá Fsu og Landlækni frá því í febrúar 2012.

Um er að ræða heildstæða nálgun í heilsueflingu í þeim tilgangi að bjóða upp á fleiri tækifæri fyrir ungt fólk að þróa með sér uppbyggilegan lífsstíl. Um er að ræða samstarf við forvarnarteymi Fsu.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að kynna sér verkefnið.

 

3)                  Hreinsun á sparkvelli KSÍ á Kirkjubæjarklaustri.

Þörf er á viðhaldi á sparkvellinum. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að kanna með vélar til hreinsunar á vellinum. Formanni falið að kanna með fjármögnun á viðhaldi. Stefnt er að því að klára viðhald á vellinum í maí.

 

4)                  Málefni Íþróttamiðstöðvar.

Rætt um starfsmannamál. 

Koma þarf starfsmönnum íþróttamiðstöðvar á sundlaugarvarðanámskeið hið fyrsta.

Huga þarf að opnunartíma íþróttamiðstöðvar um páska.

Önnur mál rædd og formanni falið að koma þeim á framfæri við sveitarstjórn.

Kynningarbæklingur um Íþróttamiðstöðina er því sem næst tilbúinn. Unnið er að því að fá styrktarlínur (auglýsingar) í bæklinginn. Stefnt er að því að styrktarlínur dekki kostnað bæklingsins. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að kynna bæklinginn fyrir fyrirtækjum í Skaftárhreppi.

 

5)                  Málefni Félagsmiðstöðvarinnar Klaustursins.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi segir frá því að unglingarnir hafi nýlega farið í velheppnaða ferð á Samfésball og Skólahreysti. Starfsemin gengur vel. Stefnt er að því að halda sameiginlegt ball félagsmiðstöðva í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, á Kirkjubæjarklaustri í vor.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:00.
 

Þorsteinn M. Kristinsson                                       

Ólöf Ragna Ólafsdóttir

Bjarki Guðnason                                                    

Jóhann Gunnar Böðvarsson
 (Íþrótta- og tómstudafulltrúi)