47. fundur Šskulř­s- og Ý■rˇttanefndar, 9. september 2011

47. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, haldinn þann 9. september 2011, kl. 13:00, á skrifstofu Skaftárhrepps.

 

Mættir undirritaðir fulltrúar nefndarinnar auk íþrótta- og tómstundafulltrúa  og sveitarstjóra.

 

Dagskrá:

 

 

1)                  Málefni  íþrótta- og tómstundafulltrúa.

 

Jóhann Böðvarsson sérstaklega boðinn velkominn en ákveðið hefur verið að ganga til samninga við hann um stöðu íþrótta- og tómstundafulltrúa. Farið yfir starfslýsingu. Um að ræða um 40% starfshlutfall.

 

2)                  Málefni íþróttamiðstöðvar.

 

a) Starfsmannamál.

Búið er að auglýsa eftir starfsfólki við íþróttamiðstöðina. Jafnframt farið yfir starfslýsingu umsjónarmanns íþróttamannvirkja.

 

b) Opnunartími íþróttamiðstöðvar í vetur.

Æskulýðs- og íþróttanefnd leggur til að vetraropnunartími íþróttamiðstöðvar verði frá kl. 8 – 20 alla virka daga. Þar af opnun sundlaugar frá kl. 16 – 20. Um helgar leggur nefndin til að miðstöðin verði opin á laugardögum frá kl. 12 – 16, sundlaug meðtalin.

 

3)                  Önnur mál.

Óskir uppi í samfélaginu um að íþróttamiðstöðin verði opin á uppskeruhátíð Skaftárhrepps og boðið verði upp á afþreyingu.

 

           

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:45.

 

 

 

 

Þorsteinn M. Kristinsson                                        Ólöf Ragna Ólafsdóttir

 

 

Bjarki Guðnason