46. fundur Šskulř­s- og Ý■rˇttanefndar, 2. september 2011

46. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, haldinn þann 2. september 2011, kl. 10:00, á skrifstofu Skaftárhrepps.

 

Mættir undirritaðir fulltrúar nefndarinnar.

 

Dagskrá:

 

 

1)                  Málefni Íþróttamiðstöðvar Skaftárhrepps.

 

Rætt var um starfsmannamál og opnunartíma miðstöðvarinnar. Æskulýðs- og íþróttanefnd vill ítreka að haft sé samráð við nefndina um helstu breytingar á íþróttamiðstöðinni, svo sem opnunartíma og starfsmannamál.

 

Æskulýðs- og íþróttanefnd fer fram á að auglýst verði eftir umsjónarmanni íþróttamiðstöðvar. Skoða þarf starfslýsingu fyrir slíkan starfsmann.

 

Nefndin óskar jafnframt eftir fundi, sem allra fyrst, með sveitarstjóra um opnunartíma og starfsmannamál íþróttamiðstöðvar komandi vetur.

 

 

2)                  Málefni Félagsmiðstöðvarinnar Klaustursins rædd.

 

3)                  Íþrótta- og tómstundafulltrúi.

Æskulýðs- og íþróttanefnd leggur áherslu á að samið verði við nýjan íþrótta- og tómstundafulltrúa sem fyrst og að samráð verði haft við nefndina um starfslýsingu íþrótta- og tómstundafulltrúa.

 

4)                  Bréf frá UMFÍ, dagsett 15. ágúst 2011.

 

Efni bréfsins eru forvarnarmál en í bréfinu koma fram áhyggjur forsvarsmanna íþróttahreyfingarinnar vegna aukinnar notkunar fólks á munntóbaki. Í boði er að setja upp skilti: “Leiktu, lifðu og vertu án tóbaks” í og við íþróttamannvirki. Samkvæmt bréfi er kostnaður við skiltið kr. 7556-.

 

Æskulýðs- og íþróttanefnd tekur undir áhyggjur íþróttahreyfingarinnar varðandi notkun á munntóbaki. Nefndin mælir með því að sveitarfélagið setji upp svona skilti en vísar erindinu til sveitarstjórnar vegna kostnaðar.

           

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 11:10.

 

 

 

 

Þorsteinn M. Kristinsson                                        Ólöf Ragna Ólafsdóttir

 

 

Bjarki Guðnason