45. fundur Šskulř­s- og Ý■rˇttanefndar, 11. maÝ 2011

45. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, haldinn þann 11. maí 2011, kl. 17:00, á skrifstofu Skaftárhrepps.

 

Mættir undirritaðir fulltrúar nefndarinnar, ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Ólöf Ragna Ólafsdóttir, varaformaður, boðaði forföll og mætti Henný Hrund Jóhannsdóttir á fundinn í hennar stað.

 

Dagskrá:

 

1)                  Málefni íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Sveitarstjóri mætir á fundinn og kynnir umsóknir og stöðu mála.

 

2)                  Beiðni um aðild að viðræðuhópi um samstarf USVS, Skaftárhrepps og Mýrdalshrepps.

Nefndin tilnefnir Þorstein og Ólöfu Rögnu sem fulltrúa í viðræðuhópinn.

 

3)                  Málefni Íþróttamiðstöðvar Skaftárhrepps.

Æskulýðs- og íþróttanefnd harmar að Íþróttamiðstöðin hafi verið lokuð um páskana og hvetur umsjónamann íþróttamannvirkja og sveitarstjóra til að sjá til þess að þetta endurtaki sig ekki.

 

4)                  Styrkir til æskulýðs- og íþróttamála.

Umræðu frestað

 

5)                  17. júní 2011.

Ákveðið að óska eftir aðilum til að halda 17. júní hátíðlegan á Kirkjubæjarklaustri.

 

 

 

           

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50

 

 

 

Þorsteinn M. Kristinsson                                        Henný Hrund Jóhannsdóttir

 

 

Bjarki Guðnason                                                     Ása Þorsteinsdóttir