44. fundur Šskulř­s- og Ý■rˇttanefndar, 31. mars 2011

44. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, haldinn þann 31. mars 2011, kl. 20:00, í Efri - Vík.

 Mættir undirritaðir fulltrúar nefndarinnar auk Æskulýðs- og íþróttafulltrúa.

 Dagskrá:

 1)      Umsókn/beiðni um styrk vegna skátastarfs á Kirkjubæjarklaustri, dagsett 2. febrúar 2011.
Æskulýðs- og íþróttanefnd fagnar upphafi skátastarfs í Skaftárhreppi.
Skv. fjárhagsáætlun hefur æskulýðs- og íþróttanefnd kr. 100.000 til úthlutunar styrkja til íþrótta- og æskulýðsmála. Styrkumsóknin verður tekin fyrir samhliða árlegum úthlutunum styrkja til íþrótta- og æskulýðsmála. Sökum þess hve úthlutunarupphæð til styrkja er lág, skorar æskulýðs- og íþróttanefnd á sveitarstjórn að auka framlög til styrkja þar sem aukin virkni virðist vera í íþrótta- og æskulýðsmálum sveitarfélagsins.

2)      Málefni Íþróttamiðstöðvar Skaftárhrepps.
Rætt um stöðu Íþróttamiðstöðvar, opnunartíma og starfsmannahald. Æskulýðs- og íþróttafulltrúa og formanni nefndarinnar falið að ræða við sveitarstjóra um svigrúm til opnunartíma og starfsmannahalds á komandi mánuðum.          

3)       Málefni félagsmiðstöðvar.
Ása greindi frá starfseminni, m.a. frá velheppnaðri ferð á skólahreystikeppni og Samfésball í Reykjavík.

4)         Umsögn um tillögu til þingsályktunar um aukna fræðslu í skólum um skaðsemi áfengis (139. löggjafarþing 2010 - 2011. Þskj. 317 - 274. mál.).     
 Æskulýðs- og íþróttanefnd fagnar framkominni tillögu en veitir að öðru leyti ekki umsögn um hana.

5)         Málefni íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
Ása Þorsteinsdóttir hefur sagt upp störfum frá og með 1. ágúst. Æskulýðs- og íþróttanefnd fer þess á leit við sveitarstjórn að staðan verði auglýst í samráði við fræðslunefnd, skólastjóra Kirkjubæjarskóla og skólastjóra heilsuleikskólans Kærabæjar. Jafnframt þarf að endurskoða starflýsingu Æskulýðs- og íþróttafulltrúa, og þá með breytingu á starfsheiti í Íþrótta- og tómstundafulltrúa.

 

6)         Forvarnarmál - stefna sveitarfélagsins.

Þorsteinn greindi frá því sem er að gerast í forvarnarmálum á svæðinu. Nefndin telur brýnt að sveitarfélagið myndi sér stefnu í  forvarnarmálum.

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:40

 Þorsteinn M. Kristinsson                                       
Ólöf Ragna Ólafsdóttir
Bjarki Guðnason                                                    
Ása Þorsteinsdóttir