43. fundur Šskulř­s- og Ý■rˇttanefndar, 24. jan˙ar 2011

43. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, haldinn þann 24. janúar 2011, kl. 17:30, á skrifstofu Skaftárhrepps.

Mættir undirritaðir fulltrúar nefndarinnar auk íþrótta-og æskulýðsfulltrúa. Bjarki Guðnason boðaði forföll og mætti Gunnar Pétur Sigmarsson, annar varamaður nefndarinnar í hans stað. Umsjónarmaður íþróttamannvirkja situr fundinn undir málefnum íþróttamiðstöðvar.

Dagskrá:

1) Íþróttamaður ársins 2010.
     Steinn Orri Erlendarson var valinn íþróttamaður ársins 2010 í Skaftárhreppi og óskum við honum til hamingju með árangurinn.

2) Málefni Íþróttamiðstöðvar Skaftárhrepps.

a) Afleysing vegna leyfis umsjónarmanns íþróttamannvirkja.
Sigurður Gunnarsson hefur fengið árs leyfi frá störfum við Íþróttamiðstöðina. Æskulýðs- og íþróttanefnd leggur áherslu á að ráðin verði manneskja til afleysinga fyrir umsjónarmann Íþróttamiðstöðvar meðan hann er í leyfi, með þeim hætti að ekki verði skerðing á starfsemi hennar og þjónustu.                 

b) Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar.
Ýmsar hugmyndir varðandi breytingar á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar.  Gjaldskráin rædd og uppfærð.

Umsjónarmaður Íþróttamiðstöðvar víkur af fundi. 

3) Samningur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
Rætt um endurskoðun á samningi Æskulýðs- og íþróttafulltrúa. 

4) Málefni Félagsmiðstöðvarinnar Klaustursins.
Ungmennahúsið var opið þann 29. des og var það ágætlega sótt. Komið hafa óskir um að ungmennahúsið verði oftar opið.

5) Forvarnarmál - stefna sveitarfélagsins.

Rætt um forvarnarmál. Ákveðið að taka aðra umræðu um málið á næsta fundi.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:00

Þorsteinn M. Kristinsson                                       
Ólöf Ragna Ólafsdóttir
Gunnar Pétur Sigmarsson                                     
Ása Þorsteinsdóttir