42. fundur Šskulř­s- og Ý■rˇttanefndar, 29. nˇvember 2010

42. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, haldinn þann 29. nóvember 2010, á skrifstofu Skaftárhrepps kl. 17:00

 Mættir undirritaðir fulltrúar nefndarinnar auk íþrótta-og æskulýðsfulltrúa og umsjónarmanns íþróttamannvirkja. 

Dagskrá:

1) Málefni Íþróttamiðstöðvar Skaftárhrepps.
a) Fjárhagsstaða Íþróttamiðstöðvar lögð fram til umræðu. 
b) Fjárhagsáætlun 2011. Miklar niðurskurðarkröfur eru í málaflokknum. Til að koma til móts við þær leggur nefndin til að vallarhúsið að Kleifum verði auglýst til sölu og að sundlaugin verði lokuð í tvo mánuði yfir vetrartímann. Nefndin gerir væntingar um auknar tekjur með auknum ferðamannastraumi og leggur áherslu á markaðssetningu Íþróttamiðstöðvar.
c) Annað: Nefndin leggur áherslu á það við sveitarstjórn við gerð fjárhagsáætlanar fyrir árið 2011 að litið sé á æskulýðs- og íþróttamál sem hluta af grunnstoðum sveitarfélagsins.

Umsjónarmaður Íþróttamiðstöðvar víkur af fundi.

2) Málefni Félagsmiðstöðvarinnar Klaustursins.
a) Fjárhagsstaða Félagsmiðstöðvarinnar lögð fram til umræðu.  
b) Fjárhagsáætlun 2011.
c) Húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar. Félagsmiðstöðin hefur fengið aðstöðu í Kirkjubæjarskóla.

3) Íþróttamaður ársins 2010 í Skaftárhreppi.
Formanni æskulýðs- og íþróttanefndar falið að auglýsa eftir tilnefningum um íþróttamann ársins.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:15

Þorsteinn M. Kristinsson                                        Ólöf Ragna Ólafsdóttir
Bjarki Guðnason                                                      Ása Þorsteinsdóttir