41. fundur Šskulř­s- og Ý■rˇttanefndar, 26. ßg˙st 2010

41. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, haldinn þann 26. ágúst 2010, á skrifstofu Skaftárhrepps kl. 20:00

Mættir undirritaðir fulltrúar nefndarinnar auk íþrótta-og æskulýðsfulltrúa.

Dagskrá:

•1)      Kosning varaformanns og ritara.
Ólöf Ragna Ólafsdóttir kosin varaformaður og Ása Þorsteinsdóttir kosin ritari nefndarinnar.

•2)      Styrkir til íþróttafélaga.
Á síðastliðnu skólaári var gerð tilraun með æfingar íþróttafélaga á skólatíma. Umf. Ármann og Umf. Skafti unnu saman að þeirri tilraun og var styrk veitt sameiginlega í það verkefni. Sú tilraun gaf góða raun. Sama fyrirkomulag verður því á því skólaári sem er að hefjast og gert hefur verið ráð fyrir æfingunum í stundatöflu Kirkjubæjarskóla. Samþykkt er að veita Ármanni og Skafta sameiginlega kr. 200.000 til að sjá um æfingar veturinn 2010-11.  

•3)      Málefni íþróttamiðstöðvar.
Málefni íþróttamiðstöðvar rædd. Æskulýðs- og íþróttanefnd leggur áherslu á að sveitarfélagið leiti allra leiða til þess að ekki þurfi að skerða opnunartíma Íþróttamiðstöðvar og þar með skerða þjónustu við íbúa og þá möguleika sem Íþróttamiðstöðin býður upp á.   

•4)      Málefni félagsmiðstöðvar.
Aðstaða félagsmiðstöðvarinnar er óásættanleg eins og hún er í dag og nauðsynlegt er að finna henni annað og betra húsnæði. Æskulýðs- og íþróttanefnd felur Ásu Þorsteinsdóttur að ræða við sveitarstjóra um úrlausnir. 

Fleira ekki rætt. Fundi slitið kl. 22:25.

Þorsteinn M. Kristinsson                                        Ólöf Ragna Ólafsdóttir
Bjarki Guðnason                                                      Ása Þorsteinsdóttir