38. fundur Šskulř­s- og Ý■rˇttanefndar 10. febr˙ar 2010

38. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, haldinn þann 10. febrúar 2010, kl. 20:00 á Hótel Laka.

Mættir allir nefndarmenn auk íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Dagskrá:

1)         Málefni íþróttamiðstöðvar.
Æskulýðs- og íþróttanefnd fer þess á leit við sveitarstjórn að stjórnun, rekstur og starfsmannahald íþróttamiðstöðvarinnar verði tekinn til gagngerar endurkoðunar. Beðið er eftir niðurstöðu úr úttekt á orkuþættinum í rekstri miðstöðvarinnar en sú vinna mun vera í gangi.  Sníða þarf opnunartíma og starfsmannahald sundlaugar við hagstæðustu niðurstöðu úr þeirri úttekt. Slíkt verður ekki gert með öðrum hætti en með því að taka upp samninga við starfsmenn íþróttamiðstöðvarinnar. Jafnframt er nauðsynlegt að endurskoða samning við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa með fyrrgreind atriði í huga.

2)         Önnur mál.
Bílastæði við íþróttamiðstöð er orðið að drullusvaði og fer æskulýðs og íþróttanefnd fram á það að bílastæðin verði lagfærð. Bæta þarf merkingar við íþróttahúsið ss.aðkoma fyrir sjúkrabíl og bílastæði fyrir fatlaða. Einnig þarf að merkja íþróttamiðstöðina.

Fundi slitið kl: 20.55. 

Þorsteinn M. Kristinsson (sign)                                          Kristín Lárusdóttir (sign)
Sigurður Gunnarsson (sign)                                     Ása Þorsteinsdóttir (sign)