37. fundur Šskulř­s- og Ý■rˇttanefndar 16. desember 2009

37. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, haldinn þann 16. desember 2009, kl. 20:00 á skrifstofu Skaftárhrepps.

Mættir allir nefndarmenn auk íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Dagskrá:

•1)      Fjármál æskulýðs- og íþróttamála í Skaftárhreppi auk fjárhagsáætlunar fyrir 2010. Farið yfir vinnulista tegundaáætlunar  æskulýðs og íþróttamála fyrir seinni umræða Sveitarstjórnar.
Athugasemd kom vegna kostnaðar hópferðabifeiða vegna félagsmiðstöðvar. Ákveðið að hækka áætlun í 200.000, launakostnaður lækkaður um 50.000 á móti. Ráðgert er að opna ungmennahús 1 kvöld  í mánuði og á það að rúmast innan fjárhagsáætlunar.Stefnt er að markaðssetningu Íþróttamiðstöðvar sem væntanlega leiðir til aukinna tekna.

•2)      Málefni íþróttamiðstöðvar.
Bréf barst um athugasemdir vegna Íþróttamiðstöðvar.
Ákveðið að kynna bréfið í sveitarstjórn.
Enn og aftur hafa borist athugasemdir  vegna þrifa í Íþróttamiðstöð. 

•3)      Íþróttamaður ársins 2009
Borist hafa 5 tilnefningar.
Berglind Jónsdóttir tilnefnd af Ármanni 
Hörður Már Kolbeinsson eftir ábendingu
Leifur Bjarki Erlendarson eftir ábendingu
Sindri Már Kolbeinsson eftir ábendingu
Þórunn Bjarnadóttir eftir ábendingu
Íþróttamaður ársins ákveðin

 

•4)      Önnur mál.

 

 

Fundi slitið kl: 22.33. 

Þorsteinn M. Kristinsson (sign)                                          Kristín Lárusdóttir (sign)
Sigurður Gunnarsson (sign)                                                 Ása Þorsteinsdóttir (sign)