36. fundur Šskulř­s- og Ý■rˇttanefndar 28. nˇvember 2009

36. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, haldinn þann 28. nóvember 2009, kl. 10:00 á Hótel Laka.

Mættir allir nefndarmenn auk íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Dagskrá:

•1)      Fjármál æskulýðs- og íþróttamála í Skaftárhreppi auk fjárhagsáætlunar fyrir 2010.

Nefndin vill að farið verði í vinnu við að finna út hagstæðasta orkuformið fyrir íþróttamiðstöðina, samspilið á milli olíu, rafmagns og hvernig sorporkustöðin er nýtt.

Nefndin samþykkir að  starfsmenn íþróttamiðstöðvar fylli út vinnuskýrslu um hvað þeir séu að gera í vinnunni og hvað það taki langan tíma.
Þorsteini og Ásu falið að vinna að fjárhagsáætlun fyrir æskulýðs og íþróttanefnd 

•2)      Málefni íþróttamiðstöðvar.
Fara þarf í vinnu við að markaðssetja íþróttamiðstöðina
Þorsteinn og Sigurður taka það að sér og skila vinnu fyrir jól 

•3)      Málefni félagsmiðstöðvar.
Rætt um félagsmiðstöð

•4)      Íþróttamaður ársins 2009
Auglýst verður eftir tilnefningum til íþróttamanns ársins

•5)      Önnur mál.
Nefndin lýsir yfir óánægju sinni með að íþróttatímar hafi  fallið niður ítrekað á fimmtudögum. Nefndin vill ítreka að síðustu 2 tímar á fimmtudögum séu á forræði æskulýðs og íþróttanefndar.

Fundi slitið kl: 11.36.

Þorsteinn M. Kristinsson                                                    Kristín Lárusdóttir
Sigurður Gunnarsson                                                           Ása Þorsteinsdóttir