35. fundur Šskulř­s- og Ý■rˇttanefndar 5. oktˇber 2009

35. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, haldinn þann 5. október 2009, kl. 15:30 í Kirkjubæjarskóla.

Kristín Lárusdóttir boðaði forföll og mætti Steina Harðardóttir, varamaður nefndarinnar í hennar stað. 

Dagskrá:

•1)      Styrkveitingar til iþróttafélaga.
Um að ræða frestaða afgreiðslu frá 34. fundi nefndarinnar.
Samþykkt að veita 200. þús. krónur til umf. Ármanns og umf. Skafta í sameiginlegt verkefni sem félögin standa að.

 •2)      Málefni íþróttamiðstöðvar.
Opnunartími ræddur. Formaður segir frá breyttum opnunartíma í Október, sem ákveðinn var á fundi með sveitarstjóra, umsjónarmanni Íþróttamiðstöðvar og æskulýðs-og íþróttafulltrúa. Æ-og Í nefndin vill jafnframt koma þeirri skoðun sinni á framfæri að núverandi opnunartími sé í algjöru lágmarki.  Málefni umsjónarmanns íþróttamiðstöðvar rædd.

•3)      Málefni félagsmiðstöðvar.
Æ-og Í fulltrúi segir frá vetrarstarfi félagsmiðstöðvar.

•4)      Íþróttamaður ársins 2009.
Verður með sama sniði og undanfarin ár.

 

Fundi slitið kl: 16:30