127. fundur frŠ­slunefndar, 10. j˙lÝ 2013.

127. fundur fræðslunefndar haldinn í Kirkjubæjarskóla á Síðu,
miðvikudaginn 10. júlí 2013 kl. 14:00.

Mætt eru: Jóhanna Jónsdóttir formaður, Auðbjörg B. Bjarnadóttir, Sverrir Gíslason, Þorsteinn M. Kristinsson og Eygló Kristjánsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.  Ragnheiður Hlín boðaði forföll.

Fundargerð skráð í tölvu og er 2 bls.

Formaður setur fund og býður fundarmenn velkomna.

Dagskrá

Kl. 14:00
Málefni Heilsuleikskólans Kærabæjar.
Mættar eru Þórunn Júlíusdóttir leikskólastjóri og Fanney Ólöf Lárusdóttir fulltrúi foreldra.

a)      Starfsmannamál
Guðrún Sigurðardóttir hefur óskað eftir launalausu leyfi í eitt ár, 1. september 2013 – 31. ágúst 2014.  Fræðslunefnd samþykkir leyfi Guðrúnar.

 

Starfshlutfall næsta vetrar þarf að vera 3,87 auk afleysingar c.a. 0,4 stöðugildi.  Umsóknir hafa borist um auglýstar stöður en enn vantar í stöðu afleysingar.

 

b)      Kynnt úrlausn á húsnæðismálum
Þórunn segir frá að keypt hefur verið færanleg kennslustofa sem tengd verður við húsnæði Kærabæjar og mun verða notuð sem inngangur.

c)      Önnur mál
Þórunn hefur verið að vinna Viðbragðsáætlun vegna veikinda starfsfólks í leikskólanum, áætlunin verður endurskoðuð í haust við upphaf nýs skólaárs.

            Þórunn sagði frá að leikskólanum barst gjöf frá Kvenfélagi Kirkjubæjarhrepps, Ipad spjaldtölva.  Fræðslunefnd þakkar velvild kvenfélagsins.

 

Málefni beggja skólastiga

            Kjartan H. Kjartansson mætir á fundinn.

a)         Málefni Skólaskrifstofu Suðurlands
Sveitarstjóri segir frá áformum um að Skólaskrifstofu Suðurlands verði slitið um næstu áramót.  Vinna er komin af stað með sveitarfélögunum austan Þjórsár með að vinna saman að þeirri þjónustu sem sveitarfélögunum er skylt að veita leik- og grunnskólum.

b)        Nýting skólahúsnæðis.
Við Heilsuleikskólann Kærabæ hefur verið fundin bráðabirgðalausn með færanlegri kennslustofu til að mæta fjölda barna við skólann í haust.  Bæta þarf aðstöðu grunnskólans til heimilisfræðikennslu.  Héraðsbókasafnið glímir við plássleysi, sérstaklega vantar geymslupláss.


Leggur fræðslunefnd til að sveitarstjórn Skaftárhrepps hefji vinnu við að skoða skipulag húsnæðis að Klausturvegi 4 með það að markmiði að kanna kosti og galla þess að sameina skólastarfsemi sem starfrækt er í sveitarfélaginu í einu húsnæði.

 

Nefnd um skólastefnu taki til starfa sem fyrst og formanni fræðslunefndar falið að kalla nefndina saman.

 

Kl. 15:30

Málefni Kirkjubæjarskóla

Mætt eru Kjartan H. Kjartansson skólastjóri og Karítas Kristjánsdóttir fulltrúi kennara.

a)      Skóladagatal 2013 – 2014

Skólastjóri leggur fram skóladagatal skólaársins 2013 – 2014.  Skoðanakönnun var lögð fyrir foreldra og kennara á vormánuðum þar sem spurt var um niðurröðun á skóladagatali og var niðurstaðan afgerandi um þessa tilhögun.  Gert er ráð fyrir 172 skóladögum, 4 skipulagsdögum á skólatíma og 8 utan skólatíma.  Skólasetning verður 27. ágúst 2013 og skólaslit 23. maí 2014.  Skólastjóri leggur fram áætlun um kennslumagn og gerir grein fyrir þörf skólastarfsins um 160 kennslustundir á viku.  Sveitarstjórn gerði ráð fyrir 150 kennslustundum á viku í forsendum fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.


Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal og áætlun skólastjóra um kennslumagn.

 

b)      Önnur mál.
Mötuneytismál kennara.

Á fundi fræðslunefndar í nóvember 2012 var ákveðið að leita eftir áliti Kennarasambandsins á uppfærðum reglum um mötuneyti Kirkjubæjarskóla.  Ekkert svar hefur enn borist frá Kennarasambandinu en einnig var leitað álits hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og barst svar þeirra í mars.  Ekki hefur verið óskað eftir greiðslum frá kennurum vegna mötuneytis skólaárið 2012 – 2013, einhverjir hafa þó greitt beint inn til matráðs eða á reikning sveitarfélagsins.  Í svari sambandsins segir að kjarasamningur kennara taki einungis til hádegisverðar og þess vegna verði að vera valkvætt hvort starfsmenn kaupi einungis hádegisverð eða fullt fæði.
Því leggur fræðslunefnd til að næsta skólaár muni kennarar, sem óska þess að fá máltíð í mötuneyti, skrá fyrirfram hjá matráði og taki fram hvort um fullt fæði sé að ræða eða eingöngu hádegisverð.
Lagt er til að verð fyrir fullt fæði verði það sama og nemendur greiða og verð fyrir hádegisverð eingöngu verði 6.000 kr. og taki breytingum skv. vísitölu um leið og aðrar gjaldskrár sveitarfélagsins eru uppfærðar.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:54.