125. fundur FrŠ­slunefndar , 29. nˇvember 2012

125. fundur fræðslunefndar haldinn í Ráðhúsi Skaftárhrepps

fimmtudaginn 29. nóvember 2012. kl. 11:00.

Fundargerð er tölvuskráð af Ragnheiði Hlín og er 2. bls að lengd.

 

Mætt eru:

Jóhanna Jónsdóttir, formaður

Sverrir Gíslason, varaformaður

Ragnheiður Hlín Símonardóttir, ritari

Þorsteinn M. Kristinsson

Auðbjörg B. Bjarnadóttir

Eygló Kristjánsdóttir sveitarstjóri situr einnig fund.

 

 

Formaður setur fund og býður fundarfólk velkomið. 

 

 

Kl. 11:00  Málefni Kirkjubæjarskóla.

Mætt eru:  Kjartan Kjartansson skólastjóri, Karítas Kristjánsdóttir fulltrúi kennara og Þórunn Edda Sveinsdóttir fulltrúi foreldra barna við skólann. 

 

a)      Fjárhagsáætlun 2013

Eygló sveitarstjóri fer yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 og hvernig staðan er fyrir árið 2012 skv. fjárhagsáætlun þessa árs.  Endurskoðuð áætlun stöðu  við árslok verður 107.687.000-.  Tillaga að áætlun fyrir árið 2013 er 101.925.000.-  kr.

 

b)     Málefni mötuneytis

Farið yfir reglur um mötuneyti Kirkjubæjarskóla og uppfærðar reglur lagðar fram.

Samþykkt að senda reglurnar  til Kennarasambandsins til að fá úr því skorið hvort reglurnar falli innan kjarasamninga kennara.  

 

c)      Lestrar - stærðfræðistefna.

Kjartan kynnir heildræna stefnu við lestrar- og stærðfræðikennslu í Kirkjubæjarskóla. 

 

d)       Önnur mál.

Farið um víðan völl, rætt um skólareglur, starfsfólk og nemendur og hvernig tekið er á einstaka tilfellum sem erfið eru viðfangs. 

Fræðslunefnd óskar eftir því við sveitarstjórn að gert verði ráð fyrir fjármagni til vinnslu nýrrar skólastefnu við gerð fjárhagsáætlunar. 

Erindi fært til trúnaðarmálabókar. 

 

 

Kl.  13:00   Málefni Tónlistarskólans.

Mættur er Brian R. Haroldsson skólastjóri Tónlistarskólans.

 

a)      Fjárhagsáætlun 2013

Eygló sveitarstjóri fer yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 og hvernig staðan er fyrir árið 2012 skv. fjárhagsáætlun þessa árs.  Áætluð staða við árslok verður 5.955.000.-.  Tillaga að áætlun fyrir árið 2013 er 5.923.000.-  kr.

Rætt um gjaldskrá tónlistarskólans.  Fræðslunefnd leggur til að gjaldskrá tónlistarskólans verði hækkuð í samræmi við vísitöluhækkun. 

 

 

 

b)     Starfsemi vetrarins

Brian greinir frá fyrirhugaðri starfsemi vetrarins. Á þessari önn eru 24 nemendur skráðir í tónlistarskólann.  Hafin er smá samvinna á milli tónlistarskólans hér á Klaustri og í Vík og segir  Brian segir það framfaraspor. 

 

                                              

Kl. 12:30  Málefni Heilsuleikskólans Kærabæjar

Mættar eru:  Þórunn Júlíusdóttir leikskólastjóri og Fanney Ólöf Lárusdóttir fulltrúi foreldra barna við heilsuleikskólann. 

 

a)       Fjárhagsáætlun 2013

Eygló sveitarstjóri fer yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 og hvernig staðan er fyrir árið 2012 skv. fjárhagsáætlun þessa árs.  Áætluð staða við árslok verður 17.151.000.-Tillaga að áætlun fyrir árið 2013 er 19.594.000.-  kr.

Heilsuleikskólinn er á áætlun hvað fjármál varðar.  Þórunn óskar eftir að kaup á þvottavél með þurrkara fyrir leikskólann verði sett á fjárhagsáætlun. 

Rætt um fæðiskostnað leikskólabarna.  Mikilvægt er að samræmi sé í gjaldskrá leikskóla og grunnskóla og þarfnast það athugunar. 

 

b)      Starfsáætlun 2012-2013

Þórunn greinir frá  nýrri starfsáætlun 2012-2013 sem starfsfólk Heilsuleikskólans Kærabæjar hefur sett saman.

 

c)       Önnur mál.

Vakin er athygli á að girðingin umhverfis heilsuleikskólann er nánast ónýt og þarfast það úrbóta tafarlaust.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 14:00