124. fundur frŠ­slunefndar, 6. j˙nÝ 2012

124. fundur Fræðslunefndar haldinn í Ráðhúsi Skaftárhrepps, miðvikudaginn 6. júní 2012 kl. 11:00.   Fundargerð er tölvuskráð af Ragnheiði Hlín ritara og er tvær blaðsíður. 

Mætt eru:
Jóhanna Jónsdóttir, formaður,
Sverrir Gíslason, varaformaður.
Ragnheiður Hlín Símonardóttir, ritari.
Þorsteinn M. Kristinsson
Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir

Jóhanna Jónsdóttir formaður setur fundinn og býður fundarmenn velkomna. 

1.       Málefni Heilsuleikskólans Kærabæjar (kl. 11:00)
Mættar eru Þórunn Júlíusdóttir leikskólastjóri Heilsuleikskólans Kærabæjar og Karítas Kristjánsdóttir fulltrúi foreldra barna við leikskólann.  

a)      Námsskrá og starfsáætlun Heilsuleikskólans:
Fræðslunefnd samþykkir áður framlagða námsskrá og starfsáætlun Heilsuleikskólans.  

b)      Reglugerð Heilsuleikskólans:
Lögð er fram endurbætt  reglugerð frá árinu 2002  fyrir Heilsuleikskólann Kærabæ til breytinga og/eða samþykktar.  Reglugerðin samþykkt eftir umræður og frekari endurbætur.  

c)      Starfsmannamál:
Þórunn leikskólastjóri upplýsir fræðslunefnd um starfsmannabreytingar á leikskólanum.  Ingunn Magnúsdóttir hefur látið af störfum eftir áralangt starf innan leikskólans og kann fræðslunefnd henni þakkir fyrir vel unnin störf .  Í hennar stað hefur verið ráðin Dóra Ester sem búsett er í Eystra- Hrauni. Nú lítur út fyrir að 3-4 stöðugildi verði á leikskólanum næsta vetur.  

d)     Önnur mál:
Þórunn spyr hvað sé að frétta af skólastefnumálum.  Jóhanna formaður segir að til standi að hefja þá vinnu að fullum krafti í haust.  Rætt um málefni Skólaskrifstofu Suðurlands. 

2.      Málefni Kirkjubæjarskóla á Síðu  (kl. 11:30)
Mætt eru:  Kjartan Kjartansson skólastjóri, Karítas Kristjánsdóttir fulltrúi kennara og Þórunn Edda Sveinsdóttir fulltrúi foreldra barna við Kirkjubæjarskóla. 

a)       Starfsáætlun og skóladagatal:
Kjartan skólastjóri fer yfir skóladagatal  og starfsáætlun fyrir skólaárið 2012-2013 Samþykkt af fræðslunefnd.    

b)      Starfsmannamál:
Kjartan upplýsir fræðslunefnd um stöðu starfsmannamála fyrir komandi skólaár.  

c)      Mötuneyti Kirkjubæjarskóla:
Umræða um málefni mötuneytis Kirkjubæjarskóla almennt, m.a. fyrirkomulag á mötuneytismálum kennara.    Sveitastjóra, skólastjóra og matráði mötuneytisins falið að koma með tillögur að fyrirkomulagi sem meirihlutinn gæti  fellt sig við. 

d)     Önnur mál:
Umræða um hvernig Kirkjubæjarskóli stendur námslega séð gagnvart öðrum skólum. Framhaldsumræða frá fyrri fundi um stöðu náms á framhaldsskólastigi í  gegnum fjarfundabúnað.   

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 13:40