123. fundur frŠ­slunefndar, 9. febr˙ar 2012

123. fundur Fræðslunefndar haldinn í Ráðhúsi Skaftárhrepps, fimmtudaginn 9. febrúar 2012 kl. 10:30.  Þetta er fyrsti fundur nefndarinnar á árinu 2012.  Fundargerð er tölvuskráð af Ragnheiði Hlín ritara og er tvær blaðsíður.

 

 

Mætt eru:

Jóhanna Jónsdóttir, formaður,

Sverrir Gíslason, varaformaður.

Ragnheiður Hlín Símonardóttir, ritari.

Þorsteinn M. Kristinsson

Auðbjörg Brynja BjarnadóttirJóhanna Jónsdóttir formaður setur fundinn og býður fundarmenn velkomna.

 

 1.       Málefni Heilsuleikskólans Kærabæjar (kl. 10:30)

Mættar eru Þórunn Júlíusdóttir leikskólastjóri Heilsuleikskólans Kærabæjar og Karítas Kristjánsdóttir fulltrúi foreldra barna við leikskólann.

a)                 Námsskrá Heilsuleikskólans
Þórunn leikskólastjóri fer yfir námsskrá Heilsuleikskólans Kærabæjar.  Foreldraráð hefur samþykkt námsskrána.  Námsskráin lögð fram til kynningar fyrir fræðslunefnd og verður tekin til umfjöllunar á næsta fundi.

 

 b)                 Starfsáætlun
Þórunn greinir frá  nýrri starfsáætlun sem starfsfólk Heilsuleikskólans Kærabæjar hefur sett saman.  Starfsáætlunin 2011-2012  lögð fram til kynningar fyrir fræðslunefnd og verður tekin til umfjöllunar á næsta fundi.

 

c)        Önnur mál.

Umræða um leikskólalóðina og ástand hennar.  Þórunn greindi frá starfsmannabreytingum í leikskólanum framundan. Skólaaðlögun verðandi grunnskólabarna á árinu 2012 er farin af stað með góðum árangri.  Leikskólanum hafa borist góðar gjafir;  Sólrún og Lárus á Kirkjubæjarklaustri færðu leikskólanum tölvu og prentara að gjöf og færðu barnabörn þeirra leikskólanum gjafirnar á litlu-jólum leikskólans.  Kvenfélagið Hvöt og Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps færðu leikskólanum peninga að gjöf.  Vill fræðslunefnd þakka af alhug  góðar gjafir.

 

 2.      Málefni Kirkjubæjarskóla. (kl. 11:30)

Mætt eru Kjartan Kjartansson skólastjóri Kirkjubæjarskóla á Síðu og  Karítas Kristjánsdóttir fulltrúi kennara. Þórunn Edda Sveinsdóttir fulltrúi foreldra barna við Kirkjubæjarskóla mætti ekki. 

 

a)               Starfsemi vetrarins

Kjartan greinir frá starfinu.  Verðandi 1. bekkur haustið 2012 kemur í heimsókn í skólann á fimmtudögum og sækir íþróttatíma og eina kennslustund hjá Ester auk þess að borða í hádeginu í mötuneyti Kirkjubæjarskóla.  Hefur þetta fyrirkomulag gengið vel.  Umræða um skólasundkennslu en formleg kvörtun hefur borist formanni fræðslunefndar um að sundkennsla fari ekki fram í janúar og febrúar.  Formanni falið að svara erindinu. 

 

b)               Gjaldskrá mötuneytis

Kjartan greinir frá óánægjuröddum sem heyrst hafa með hækkun á gjaldskrá mötuneytisins, sér í lagi meðal kennara. Fræðslunefnd vonast til að  málið leysist í sátt. Sveitarstjórn mun taka málið fyrir.

 

 c)        Önnur mál

Fræðslunefnd bendir á að nú fer að styttast í að ganga þurfi til samninga við skólabílstjóra.  Kjartan spyrst fyrir um hvort fjármunir hafi verið áætlaðir til glerskipta á skólahúsnæðinu í tengslum við Bros-verkefnið og bendir á að þörfin sé rík.  Hann ítrekar þörfina á að lagfæring fari fram á sparkvellinum eftir öskuna.  Málinu vísað til íþrótta- og æskulýðsnefndar.

 

 3.      Málefni Tónlistarskóla Skaftárhrepps (kl. 12.30)

Mættur er Brian Roger Haroldson skólastjóri tónlistarskólans.

 

a)               Starfsemi vorannar

Brian greinir frá starfsemi vorannar.  Á vorönn eru 21 nemandi við tónlistarskólann. Nýverið hafa verið keyptir tveir nýir gítarar til kennslu við tónlistarskólann og nótnastandur.

 

b)               Önnur mál.

Brian segir frá tónleikum og uppákomum í desember sem nemendur tónlistarskólans tóku þátt í. 

Sveitarstjóri kynnir hugmynd um framhaldskóladeild á Kirkjubæjarklaustri.

Fræðslunefnd er jákvæð fyrir því að skoða málið nánar.

 

 Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl.  13:30