122. fundur frŠ­slunefndar, 2. desember 2011

122. fundur Fræðslunefndar Skaftárhrepps haldinn í Ráðhúsi Skaftárhrepps föstudaginn 2. desember 2011  kl. 09:30.  Fundargerð er tölvuskráð af Ragnheiði Hlín ritara.

 

Mætt eru:

Jóhanna Jónsdóttir, formaður

Sverrir Gíslason, varaformaður

Ragnheiður Hlín Símonardóttir, ritari

Þorsteinn M. Kristinsson

Anton Kári Halldórsson í fjarveru Auðbjargar B. Bjarnadóttur.

 

 

Formaður setur fund og býður fundarmenn velkomna.  Næst er gengið til dagskrár:

 

 Málefni Kirkjubæjarskóla  á Síðu   kl. 09:30

Mætt eru:  Kjartan Kjartansson skólastjóri, Karítas Kristjánsdóttir fulltrúi kennara og Þórunn Edda Sveinsdóttir fulltrúi foreldra barna við Kirkjubæjarskóla.

 

a)                Skólastefnumálefni

Framhaldsumræða um skólastefnu frá síðasta fundi dags. 2. nóvember sl. Tillaga er komin fram að hópnum sem vinna mun að skólastefnunni;  Á vegum skólans, Kjartan Kjartansson skólastjóri og Karítas Kristjánsdóttir.  Þórunn Edda Sveinsdóttir á vegum foreldrafélags Kirkjubæjarskóla.  Á vegum Fræðslunefndar;  Jóhanna Jónsdóttir formaður Fræðslunefndar og Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir.  Á vegum leikskólans Kærabæjar;  Þórunn Júlíusdóttir leikskólastjóri.  Foreldraráð Kærabæjar á enn eftir að tilnefna sinn fulltrúa, en mun koma sinni tilnefningu á framfæri við formann Fræslunefndar eftir fund sem fyrirhugaður er næstkomandi mánudag, 5. desember.

Jóhönnu formanni Fræðslunefndar falið að kalla hópinn saman til fyrsta fundar í janúar 2012.

 

b)               Nemendaverndarráð

Búið er að skipa í Nemendaverndarráð.  Það skipa;

Kjartan Kjartansson skólastjóri á vegum skólans, Auðbjörg Bjarnadóttir skólahjúkrunarfræðingur á vegum Heilsugæslunnar, Rúnar Halldórsson frá Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu og Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingur frá Skólaskrifstofu Suðurlands.

 

 c)        önnur mál

Umræða um athugasemdir sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerði við húsnæði Kirkjubæjarskóla dags. 31. október 2011.  Lagfæringar komnar í ferli. 

Rætt um kulda í skólanum.  Antoni Kára falið að athuga hvort orsökin fyrir því sé vanstilling á kötlum Sorporkustöðvarinnar.

Umræða um börn  sem eiga lögheimili í öðrum sveitarfélögum en  njóta skólavistar í Kirkjubæjarskóla.   Rætt um hugsanlegan kostnað sveitarfélagsins varðandi þau málefni.

 

 

 Málefni leikskólans Kærabæjar  kl. 11:00

Mættar eru:  Þórunn Júlíusdóttir leikskólastjóri og Karítas Kristjánsdóttir fulltrúi foreldra barna í Kærabæ.

 

a)                Gjaldskrá fyrir leikskólann Kærabæ

Umræða um gjaldskrá og fyrirkomulag hennar í leikskólanum Kærabæ miðað við aðra leikskóla á Suðurlandi.  Fulltrúi foreldra barna í leikskólanum óskar eftir að systkinaafsláttur  fyrir annað og þriðja barn sé tekinn til athugunar innan Fræðslunefndar.  Fræðslunefnd leggur til að systkinaafsláttur verði 30 % fyrir annað barn í stað 25 %, fyrir þriðja barn 75% afsláttur og frítt fyrir fjórða barn.  Einnig leggur Fræðslunefnd til að innheimt verði sérstakt þjónustugjald fyrir hverjar 15 mínútur sem börnin dvelja í leikskólanum umfram umsaminn vistunartíma, sem nemur 840 krónum á hverjar 15 mínútur, eins og tíðkast víða annarsstaðar.  

 

 

 b)       Önnur mál.

Umræða um athugasemdir sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerði við húsnæði leikskólans Kærabæjar dags. 2. nóvember 2011.  Lagfæringar komnar í ferli. 

 

 

 

 

 

Formaður leggur fram áfangaskýrslu frá skólastjóra tónlistarskólans í lok fundar.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 12:20