121. fundur frŠ­slunefndar, 2. nˇvember 2011

121. fundur Fræðslunefndar Skaftárhrepps, haldinn í Ráðhúsi Skaftárhrepps miðvikudaginn 2. nóvember 2011 kl. 13:00.  Fundargerð er tölvuskráð af Ragnheiði Hlín ritara og er 2 bls. að lengd.

 

 

Mætt eru:

Jóhanna Jónsdóttir formaður

Sverrir Gíslason varaformaður

Ragnheiður Hlín Símonardóttir ritari

Þorsteinn M. Kristinsson

Auðbjörg B. Bjarnadóttir

Fundinn situr einnig Eygló Kristjánsdóttir sveitarstjóri.

 

Formaður setur fund og býður fundarmenn velkomna.  Formaður óskar eftir breytingu á dagskrá, að tekið verði til dagskrár breyting  á reglugerð fyrir leikskólann Kærabæ undir málefnum leikskólans.   Næst er gengið til dagskrár.

 

 

Kl. 13:00  Málefni leikskólans Kærabæjar. 

Mættar eru: Þórunn Júlíusdóttir leikskólastjóri og Karítas Kristjánsdóttir fulltrúi foreldra barna í Kærabæ.

 

a)      Fjárhagsáætlun

Eygló sveitarstjóri fer yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 og hvernig staðan er fyrir árið 2011 skv. fjárhagsáætlun þessa árs.  Áætluð staða við árslok verður 16.330.179.-.  Tillaga að áætlun fyrir árið 2012 er 19.119.947.-  kr.

 

b)      Breyting á reglugerð fyrir leikskólann Kærabæ

Þórunn leikskólastjóri fer yfir reglugerð fyrir leikskólann Kærabæ frá árinu 2002 sem þarfnast breytingar.  Formanni fræðslunefndar og leikskólastjóra falið að yfirfara reglugerðina og gera drög að breytingum fyrir næsta fund fræðslunefndar.  Karítas fulltúi foreldra leikskólabarna leggur fram fyrirspurn frá foreldri leikskólabarns um hvers vegna sveitarfélagið geti ekki haft systkinaafsláttinn svipaðan og í öðrum sveitarfélögum.  Jafnframt er óskað eftir að systkinaafsláttur verði endurskoðaður hjá sveitarfélaginu.  Mun þetta verða haft til hliðsjónar við endurskoðun reglugerðarinnar.

 

c)      Önnur mál

Umræða um athugasemdir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á úttekt á leikskólanum og leikskólalóðinni.  Úrbóta er þörf á ýmsu, mjög aðkallandi er að koma í veg fyrir þá miklu vatnssöfnun á leikskólalóðinni sem er töluverð slysagildra.  Óskar fræðslunefnd eftir því að sveitarstjórn fylgi eftir bókun fræðslunefndar frá fundi nr.120 um það mál dags. 5. September 2011. 

 

 

 

 

Kl.  14:00   Málefni Kirkjubæjarskóla.

Mætt eru:  Kjartan Kjartansson skólastjóri Kirkjubæjarskóla, Þórunn Edda Sveinsdóttir fulltrúi foreldra barna í Kbs og Karítas Kristjánsdóttir fulltrúi kennara.

 

a)       Fjárhagsáætlun

Eygló sveitarstjóri fer yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 og hvernig staðan er fyrir árið 2011 skv. fjárhagsáætlun þessa árs.  Áætluð staða við árslok verður 98.856.046-.  Tillaga að áætlun fyrir árið 2012 er 103.910.619.-  kr.

 

b)     Skólastefna

Umræða um hvernig standa skuli að vinnu við gerð skólastefnu.  Tillaga um að Fræðslunefnd tilnefni 2 aðila frá sveitarfélaginu, Kirkjubæjarskóli og tónlistarskólinn tilnefni sameiginlega 2 aðila, Kæribær tilnefni 1 og stjórn foreldrafélags Kirkjubæjarskóla og foreldrafélags leikskólabarna sinn aðilann hvor.  Tilnefningar skulu hafa borist formanni fræðslunefndar fyrir næsta fund nefndarinnar, sem áætlaður er 7. desember n.k. á netfang fræðslunefndar fraedslunefnd@klaustur.is. 

 

c)      önnur mál

Umræða um Nemendaverndarráð, sem skv. lögum á að kjósa til árlega.  Kjartan skólastjóri mun skipa í ráðið.  Umræða um afmælishátíð skólans, en skólinn fagnaði 40 ára afmæli á Uppskeruhátíð Skaftárhrepps, sem var ákaflega vel sótt og skemmtileg.  Kjartan skólastjóri vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu að þessum degi með einum eða öðrum hætti.  Færir fræðslunefnd skólanum árnaðaróskir á þessum tímamótum.  Umræða um skólabíla, tryggingar barna og bílbeltanotkun.  Vill fræðslunefnd hvetja foreldra til að brýna fyrir börnum sínum notkun bílbelta og endurskinsmerkja. 

 

 

 

 

 

 

                       Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 15:45.