120. fundur frŠ­slunefndar, 5.september 2011

120. fundur Fræðslunefndar Skaftárhrepps, haldinn 5. september 2011 kl. 13:00 í Ráðhúsi Skaftárhrepps.  Þetta er 4. fundur ársins 2011.  Fundargerð er tölvuskráð af Ragnheiði Hlín ritara og er tvær blaðsíður.

 

Mætt eru:

Jóhanna Jónsdóttir, formaður,

Sverrir Gíslason, varaformaður.

Ragnheiður Hlín Símonardóttir, ritari.

Anton Kári í fjarveru Þorsteins M. Kristinssonar

Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir

 

Jóhanna Jónsdóttir formaður setur fundinn og býður fundarmenn velkomna.

Á dagskrá fundarins er eftirfarandi;

 

1.  Málefni Kirkjubæjarskóla á Síðu

Mætt eru Kjartan Kjartansson skólastjóri, Karítas Kristjánsdóttir fulltrúi kennara og Þórunn Edda Sveinsdóttir fulltrúi foreldra.


a) Skólastarfið í vetur

Kjartan greinir frá starfinu framundan, en ýmislegt er á döfinni m.a. haustferðalag og afmælisdagskrá í tilefni 40 ára afmælis skólans.  Leiklistarnámskeið er einnig í deiglunni.  Starfsmannamál eru í fínum farvegi og hið almenna skólastarf mun verða með hefðbundnu sniði í vetur.  Upp hafa komið hnökrar með sundkennslu nú í skólabyrjun, þar sem starfsfólk hefur vantað í Íþróttamiðstöðina til að öryggiskröfum sé fullnægt eins og lög kveða á um.  Fræðslunefnd leggur áherslu á að sundkennsla verði að geta farið fram með eðlilegum hætti.


b) Skólastefna

Rætt um hvernig marka má skólastefnu og hvernig sá hópur sem að því kæmi gæti verið samansettur.  Stefnt að því að sú skipan liggi fyrir  fyrir næsta fund Fræðslunefndar.


c) Skólavogin

Rætt um notkun Skólavogarinnar sem getur gefið góðar upplýsingar um hvernig skólinn stendur í samanburði við aðra skóla á landinu.  Formanni fræðslunefndar og skólastjóra falið að meta hvort ekki sé rétt að Kirkjubæjarskóli taki þátt í þessu verkefni.


d) önnur mál

Rætt um gjaldskrá mötuneytis og hvernig síðdegishressingu nemenda hefur verið háttað.  Fræðslunefnd ályktar að sjálfsagt sé að síðdegishressing sé í boði fyrir alla nemendur skólans inni í föstu fæðisgjaldi.
Rætt um fundartíma Fræðlunefndar.  Jóhanna formaður kom með tillögu þess eðlis að framvegis verði fundur fyrsta miðvikudag í mánuði, klukkan 13:00.  Hafi ekki borist nein gögn frá skólastjórnendum til formanns Fræslunefndar um hádegi á mánudeginum fyrir, mun formaður senda nefndarfólki tölvupóst þess eðlis að fundur Fræðslunefndar falli niður, þar sem engin mál séu á dagskrá.  Liggi mál fyrir fundi skuli fundarboð með dagskrá, ásamt fundargögnum verða send nefndarfólki á mánudeginum.  Tillagan samþykkt samhljóða af fundarfólki.


Málefni Tónlistarskólans

Mættur er Brian Roger Haroldsson skólastjóri tónlistarskólans.


a) Skólastarfið í vetur

Brian greinir frá starfinu framundan.  Nemendafjöldi við tónlistarskólann nú á haustönn er ekki alveg kominn á hreint enda nýbúið að senda umsóknareyðublað heim með nemendum Kbs.  Tónlistarskólinn er öllum opinn og til stendur að auglýsa tónlistarnám í Vitanum á næstunni.  Námið mun þó fara á fullt skrið um miðja þessa viku.  Í vor var keypt harmonikka fyrir peninga sem til voru í hljóðfærakaupasjóði Tónlistarskólans.  Hann er nú tæmdur.  Brian spyr hvernig málum sé háttað í húsnæðismálum tónlistarskólans.  Þarft er að halda því máli vakandi. 


Málefni leikskólans

Mætt er Þórunn Júlíusdóttir leikskólastjóri Kærabæjar.  Enn hefur ekki verið gengið frá hver nýr fulltrúi foreldra barna í Kærabæ er, svo enginn slíkur var boðaður til fundarins.


a) skólastarfið í vetur

Þórunn greinir frá starfinu framundan.  Í vetur verða 15-16 börn á skrá í leikskólanum.  23. september n.k. er starfsdagur  hjá starfsfólki leikskólans  sem ætlar að kynna sér útikennsluaðstöðu í Björnslundi í Norðlingaholti.   7. október er haustþing leikskólakennara og er leikskólinn því lokaður þann dag.  Þórunn fagnar því að verið sé að mála leikskólann utandyra en bendir jafnframt á að mikil þörf sé orðin á að mála innandyra.  Nú í vor var gerð viðhorfskönnun til foreldra um ýmsa þætti leikskólans.  Lítil þátttaka var í könnununni, en einungis bárust svör frá 6 heimilum af 16.   Í þeim svörum sem bárust komu m.a. fram áhyggjur foreldra vegna vatnssöfnunar á lóð leikskólans.  Rætt um að þörf sé á úrbótum á þessu vandamáli hratt og örugglega.  Fræðslunefnd óskar eftir að byggingafulltrúa sé falið að fara yfir leikskólalóð, forgangsraða og gera kostnaðaráætlun á þessum brýnustu þáttum til úrbóta. 


b) starfsmannamál.

Í vetur verða þrír starfsmenn starfandi í fullu starfi við leikskólann og einn starfsmaður í rokkandi starfshlutfalli. 


Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 15:45

Næsti fundur Fræðslunefndar áformaður miðvikudaginn 5. október kl. 13:00