119. fundur frŠ­slunefndar, 27. j˙nÝ 2011

119. fundur Fræðslunefndar Skaftárhrepps, haldinn í Ráðhúsi Skaftárhrepps mánudaginn 27. júní 2011 kl.  11:00.  Þetta er 3. fundur ársins 2011.  Fundargerð er tölvuskráð af Ragnheiði Hlín, ritara.  Kjörnir fulltrúar mæta kl 10:30 á óformlegan vinnufund.

 

Mætt eru:

Jóhanna Jónsdóttir, formaður,

Sverrir Gíslason, varaformaður.

Ragnheiður Hlín Símonardóttir, ritari.

Þorsteinn M. Kristinsson

Auðbjörg Brynja BjarnadóttirJóhanna Jónsdóttir formaður setur fundinn og býður fundarmenn velkomna.

 Málefni leikskólans Kærabæjar kl. 11:00

Mætt er  Þórunn Júlíusdóttir leikskólastjóri. Ása Valgerður Þorsteinsdóttir fulltrúi foreldra boðaði forföll. 

 

Þórunn greinir frá starfsmannahaldi, nú eru 3 starfsmenn í 100% stöðu og einn starfsmaður er í hlutastarfi.  Nú er 21 barn á skrá leikskólans, 9 börn munu fara úr leikskólanum í haust;  8 fara í fyrsta bekk og eitt barn flytur í burtu.   Lóð leikskólans hefur farið illa sökum ösku og húsnæði leikskólans liggur undir skemmdum vegna ösku og viðhaldsleysis til margra ára að sögn Þórunnar.  Úrbóta er þörf.  Leikskólinn verður lokaður í júlímánuði vegna sumarleyfa starfsfólks og langar Fræðslunefnd að viðhaldsmál séu skoðuð þar á meðan lokað er.  Formanni Fræðslunefndar falið að ræða við yfirmann Tæknisviðs um það og óska eftir skýrslu hans um nauðsynlegt viðhald og úrbætur.   Þórunn nefnir akstur leikskólabarna frá Kærabæ og í Kirkjubæjarskóla, hafa þurfi í huga hvernig standa eigi að því næsta vetur. 

 


 Málefni Kirkjubæjarskóla á Síðu kl. 11:30

Mættur er Kjartan Kjartansson skólastjóri.   Ása Valgerður Þorsteinsdóttir fulltrúi kennara og Þórunn Edda Sveinsdóttir fulltrúi foreldra barna við Kirkjubæjarskóla boðuðu forföll. 


 a) Skóladagatal

Kjartan skólastjóri leggur fram skóladagatal fyrir veturinn 2011-2012.  Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið.


 b) Starfsmannamál

Kjartan leggur fram blað sem sýnir fjölda nemenda á hverju stigi og hvernig kennslu verður háttað á hverju stigi m.t.t. kennslustunda kennara.  Starfsmannamál eru í góðum farvegi fyrir komandi vetur. 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 12:55
Næsti fundur Fræslunefndar áformaður 29. ágúst 2011 kl. 10:30