118. fundur frŠ­slunefndar, 9. mars 2011

118. fundur Fræðslunefndar Skaftárhrepps haldinn í Ráðhúsi Skaftárhrepps miðvikudaginn 9. mars kl. 13:00.  Þetta er 2. fundur ársins 2011.  Fundargerð er tölvuskráð af Ragnheiði Hlín og er 2. blaðsíður.

 

Mætt eru:

Jóhanna Jónsdóttir, formaður

Ragnheiður Hlín Símonardóttir, ritari

Þorsteinn M. Kristinsson

Auðbjörg B. Bjarnadóttir

Sverrir Gíslason varaformaður boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann í hans stað

 

Kl.  13:00  Málefni leikskólans Kærabæjar

Mættar eru:  Þórunn Júlíusdóttir leikskólastjóri og Ása Valgerður Þorsteinsdóttir fulltrúi foreldra barna í leikskólanum.

 

a)   breyting á skóladagatali

29. apríl átti að vera starfsdagur á leikskólanum en honum verður frestað til 27. maí.  Leikskólinn er lokaður þann dag. Samþykkt af Fræðslunefnd.

 

b)   starfsáætlun

Þórunn leggur fram starfs/verkefnaáætlun fyrir Kærabæ 2011, þar sem ýmislegt spennandi er á döfinni og kynnir hún það fyrir okkur lið fyrir lið.  Á sama skjali eru upplýsingar um símenntunaráætlun starfsmanna leikskólans.  Nú er verið að vinna í nýrri námsskrá fyrir leikskólann.  Samþykkt af Fræðslunefnd.

 

      Hér fengum við heimsókn frá leikskólabörnum sem sungu fyrir okkur í tilefni öskudagsins sem er í dag.  Fengu þau hrós og klapp fyrir fallegan söng og gotterí í vasann frá starfsfólki Ráðhússins og Fræðslunefnd.  Stuttu síðar kom yngsta stig Grunnskólans með söng og fékk sömu trakteringar. 

 

c)   nafnabreyting í Heilsuleikskólinn Kæribær

Þórunn leggur til  nafnabreytingu leikskólans Kærabæjar í Heilsuleikskólinn Kæribær.  Er það samþykkt af Fræðslunefnd.

 

d)   önnur mál

Þórunn ætlar að kanna hug foreldra með það hvenær best væri að loka leikskólanum í sumar.  Samkvæmt samþykktum Skaftárhrepps á leikskólinn að loka  í 4. vikur samfellt, einhversstaðar á tímabilinu 15. júní - 15. ágúst. 

 

 

 

Kl. 14:00  Málefni Kirkjubæjarskóla.

Mætt eru:  Kjartan H. Kjartansson skólastjóri Kirkjubæjarskóla, Ása Valgerður Þorsteinsdóttir fulltrúi kennara og Þórunn Edda Sveinsdóttir fulltrúi foreldra barna í Kirkjubæjarskóla.

 

a)   Starfsáætlun

Umræða um lengingu skóladags á föstudögum til að hægt sé að hætta kennslu fyrr á vorin.  Fræðslunefnd felur Kjartani að leggja fram skoðanakönnun meðal foreldra um hvort það sé almennur vilji fyrir þessu.  Formaður ætlar að kynna sér skóladagatal skóla á suðurlandi og kynnir það fyrir Fræðslunefnd á næsta fundi.  Ákvarðanatöku frestað þar til niðurstaða skoðunarkönnunar og frekari upplýsingar liggja fyrir. 

 

b)   Ferðir nemenda

Kjartan greinir frá kostnaði við ferðalög nemenda, sem hefur aukist mikið á meðan framlög skólans til ferðalaga hafa lækkað.  Rætt sérstaklega um Vestmannaeyjaferð sem hefur verið farin á tveggja ára fresti, en hefur nú ekki verið farin sl. 3 ár.  Fræðslunefnd vill að nemendum standi til boða að fara í þessa ferð.

 

c)   Starfsmannamál

Fyrirséð er að auglýsa þarf kennarastöður við Kirkjubæjarskóla lausar til umsóknar fyrir næsta skólaár.  Ása Þorsteinsdóttir hefur sagt starfi sínu sem íþróttakennari lausu frá og með 1. ágúst.  Færir Fræðslunefnd henni þakkir fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum stað.

 

d)   önnur mál

Síðasta fundargerð Fræðslunefndar frá 8. febrúar 2011 tekin til skoðunar og umræðu vegna formgalla.  Fundargerðin samþykkt að lagfæringum loknum. 

 

 

 

Kl. 15:00  Húsnæðismál.

Rætt um hugsanlegan flutning á tónlistarskólanum niður á flísagang, skv. hugmyndum vinnuhópsins sem tók út skólahúsnæðið.  Tekin ákvörðun um að halda áfram að skoða málið. 

 

Önnur mál tekin fyrir af Fræðslunefnd:

Rætt um að þörf sé á að dagskrá fræðslunefndarfunda sé send út fyrr. 

 

Næsti fundur Fræðslunefndar verður boðaður með dagskrá.

 

 

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 16:05

 

Undirskrift Fræðslunefndarmanna: