117. fundur frŠ­slunefndar, 8. febr˙ar 2011

117. fundur Fræðslunefndar Skaftárhrepps haldinn þriðjudaginn 8. febrúar 2011 kl. 10:00 í Ráðhúsi Skaftárhrepps.  Þetta er 1. fundur ársins 2011.  Fundargerð er tölvuskráð af Ragnheiði Hlín.

 

Mætt eru: 

Jóhanna Jónsdóttir formaður,

Sverrir Gíslason varaformaður,

Ragnheiður Hlín Símonardóttir ritari,

Þorsteinn M. Kristinsson

Auðbjörg B. Bjarnadóttir

Fundinn situr einnig Eygló Kristjánsdóttir sveitarstjóri.

 

 

1.  Málefni Kirkjubæjarskóla  (kl. 10:00)

Mætt eru:  Kjartan Kjartansson skólastjóri,  Ása Valgerður Þorsteinsdóttir fulltrúi kennara og Þórunn Edda Sveinsdóttir fulltrúi foreldra barna í Kirkjubæjarskóla.

 

a)   Sorporkustöðvarmál

      Rætt um mengunarmælingar og fyrirkomulag brennslu, þar sem sorporkustöðin er staðsett við skólahúsnæðið.  Fræðslunefnd ályktar að eðlilegra væri að brennsla sorps hefjist ekki á daginn, fyrr en eftir að skólatíma lýkur, þar til niðurstöður mengunarmælinga liggja fyrir.  Að öðrum kosti að brennsla hefjist alls ekki fyrr en eftir að hádegisfrímínútum lýkur og treystir fræðslunefnd því að sveitarstjórn taki á málunum á eðlilegan hátt þegar niðurstöður mælinga liggja fyrir.  Kjartan upplýsti Fræðslunefnd um að Barnaverndarnefnd hafi sent fyrirspurn um áhrif Sorporkustöðvarinnar á skólastarf.  Fyrirspurninni var svarað af skólastjóra. 

 

b)   Starfsáætlun

Rætt um breytingu á skóladagatali.  Betur verður fjallað um það á næsta fundi.

 

c)   Bréf sem borist hafa

Fræðslunefnd hefur borist bréf frá  foreldrafélagi Kirkjubæjarskóla vegna

Sorporkustöðvarinnar, dagsett 20. janúar 2011 og afrit bréfs til sveitarstjórnar, dagsett

20. janúar 2011.

Kynning á námskeiði fyrir skólanefndir sem haldið er í samstarfi við mennta- og

menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóla, dagsett 7. febrúar 2011.

 

 

2.  Málefni leikskólans   Kærabæjar  (kl. 10:45)

Þórunn Júlíusdóttir leikskólastjóri boðaði forföll.  Málefni leikskólans tekin fyrir á næsta fundi.

 

3.  Málefni tónlistarskólans  (kl.  11:30)

Mættur er:  Brian Roger Haroldson skólastjóri tónlistarskólans.

 

a)   Hljóðfærakaup

Í tónlistarskólann vantar:  Harmonikku, bassa og tréspil (silofon).  Rætt um þörf þess

að stofna hljóðfærakaupasjóð fyrir tónlistarskólann.

 

b)   starfsáætlun

Brian greinir okkur frá starfinu framundan.  Nemendur tónlistarskólans á vorönn eru

23 talsins.

 

c)   önnur mál

Enn pláss fyrir fleiri nemendur í tónlistarskólann.

 

 

 

Önnur mál tekin fyrir af fræðslunefnd:

Bréf sent til kynningar frá foreldrum/ forráðarmönnum fermingarbarna, dagsett 28. janúar 2011.

Fundartími fræðslunefndarfunda ræddur.  Næsti fundur ákvarðaður miðvikudaginn 9. mars 2011 kl. 13:00.  Heimsókn Fræðslunefndar í Kærabæ og Kirkjubæjarskóla ákvörðuð mánudaginn 21. febrúar 2011 kl. 11:00.

 

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 12:40

 

Undirritun Fræðslunefndar: