116. fundur frŠ­slunefndar, 24. oktˇber 2010

116. fundur fræðslunefndar Skaftárhrepps , haldinn í Ráðhúsi Skaftárhrepps, mánudaginn 24. október 2010.  Kjörnir fulltrúar mæta á óformlegan vinnufund kl. 13:30 en boðuð dagskrá hefst kl. 14:00.

 

Mætt eru:

Jóhanna Jónsdóttir formaður, Ragnheiður Hlín Símonardóttir, Þorsteinn M. Kristinsson, Auðbjörg B. Bjarnadóttir,   Guðbrandur Magnússon  situr sem varamaður í fjarveru Sverris Gíslasonar.   Ragnheiður Hlín tölvuskráir fundargerð.

1.  Kl. 13:30 óformlegur vinnufundur fræðslunefndar

2.  Kl. 14:00  Málefni Tónlistarskólans

a)       Starfsemi vetrarins

 

Brian segir frá því sem framundan er tengt tónlistarskólanum og leggur fram lista yfir þau hljóðfæri sem til eru í eigu tónlistarskólans og greinir frá ástandi þeirra hljóðfæra.  Í tónlistarskólanum eru 20 nemendur í vetur, 12 eru í hálfu námi og 8 nemendur sækja fullt nám. 

 

b)      Fjárhagsáætlun og tillögur til sparnaðar

 

Eygló Kristjánsdóttir sveitastjóri  fer yfir fjárhagsstöðu tónlistarskólans fyrir árið 2010.    Fram komu tillögur um að reyna að fá aukningu í fjölda nemenda til að auka tekjur tónlistarskólans.  

 

c)       Önnur mál

 

Rætt um að kanna með gjaldskrá vegna leigu á hljóðfærum og skólagjöld, en ekki hefur tíðkast hér að rukka fyrir þau.  Auðbjörg tekur að sér að kanna það ásamt skólastjóra tónlistarskólans. 

 

3.  Kl.  14:30 Málefni Kirkjubæjarskóla

a)      Fjárhagsáætlun og tillögur til sparnaðar

 

Eygló sveitastjóri fer yfir fjárhagsstöðu Kirkjubæjarskóla fyrir árið 2010.  Ítrasta aðhalds verði gætt þar í vörukaupum og aðkeyptri þjónustu.

 

b)      Skýrsla vinnuhóps um skólahúsnæði

 

Eygló kynnir fyrir okkur minnisblað samstarfshóps um nýtingu skólahúsnæðisins.   Samstarfshópinn skipa Eygló sveitarstjóri, Jóhanna fulltrúi fræðslunefndar og Anton Kári yfirmaður tæknisviðs Skaftárhrepps. 

 

c)       Önnur mál

 

Jóhanna leggur fram bréf sem borist hafa vegna skólamála.  Ákvörðun tekin um að senda bréf til Menntamálaráðuneytisins  um breytingu á skóladagatali.

 

 

Kl.  16:00  Málefni leikskólans Kærabæjar

a)       Fjárhagsáætlun og tillögur til sparnaðar

Eygló sveitarstjóri fer yfir fjárhagsstöðu leikskólans Kærabæjar fyrir árið 2010.  Gæta þarf aðhalds þar eins og annarsstaðar. 

b)      Heilsufánanum flaggað

Leikskólinn Kæribær náði þeim áfanga nú í október að flagga heilsufánanum í fyrsta sinn og skipar sér því í hóp 17 heilsuleikskóla á landinu.  Þórunn leikskólastjóri fræðir okkur um út á hvað það gengur.  Fræðslunefnd óskar Kærabæ innilega til hamingju með þennan merka áfanga. 

 

c)       Önnur mál

 

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl 16:55