115. fundur frŠ­slunefndar, 16. ßg˙st 2010

115. fundur  fræðslunefndar haldinn í Ráðhúsi Skaftárhrepps, mánudaginn 16. Ágúst 2010 kl. 13:00

Mætt eru:

Jóhanna Jónsdóttir formaður, Sverrir Gíslason varaformaður, Ragnheiður Hlín Símonardóttir ritari, Þorsteinn M.  Kristinsson.  Auðbjörg Bjarnadóttir mætir seint.  Fundinn situr auk þess nýráðinn sveitastjóri Skaftárhrepps, Eygló Kristjánsdóttir.  Ragnheiður Hlín tölvuskráir fundargerð.

 

Dagskrá fundarins:

        Kl. 13:00

1.        Málefni leikskólans Kærabæjar.

Mættar eru Þórunn Júlíusdóttir leikskólastjóri og Ása Þorsteinsdóttir fulltrúi foreldra.

Þórunn leikskólastjóri segir frá starfinu framundan.  Í  vetur munu verða í leikskólanum 16 börn og 3 starfsmenn, 2 í fullu starfi og sú þriðja verður í ca. 70-80% stöðu, jafnvel meira.  Munu 2 starfsmenn skólans fara til Ungverjalands nú síðla ágústmánaðar, þar sem þær munu kynna sér starf leikskólanna þar.  Leikskólinn er skóli á heilsubraut og er stefnt að því að skólinn flaggi heilsufánanum nú í haust.  Þann 12. nóvember og 29. apríl mun leikskólinn vinna í heilsubókum barnanna og verður lokað þá daga.  Samkomulag milli leikskólans og Kirkjubæjarskóla er í býgerð  þar sem elstu nemendur leikskólans munu geta komið inn í skólann og setið kennslustund tvisvar í viku. 

 

 

Kl.  13:30

 

2.        Málefni Kirkjubæjarskóla

a)      Starfsmannamál

Kjartan skólastjóri  upplýsir að Hafdís Roysdóttir hafi haft samband nýverið og beðist lausnar frá starfi sínu sem kennari við skólann af persónulegum ástæðum.   Til stendur að auglýsa sem fyrst eftir kennara.

Enginn nemandi verður í 1. bekk í vetur

2-4 bekkur mun verða í samkennslu  með Ester og Ragnhildi sem umsjónarkennara, þar eru 10 nemendur í vetur.

5-7 bekkur mun verða með Guðrúnu Hvönn sem umsjónarkennara, þar eru 11 nemendur.

8-10 bekk vantar umsjónarkennara og mun nýr kennari taka þá stöðu, þar eru 14 nemendur.   Í mötuneyti eru 2 starfsmenn í 1 ½ stöðugildi.  Mikið var rætt um mötuneytismál á fundinum.   Óskað er eftir að stofnaður verði vinnuhópur í samstarfi fræðslunefndar og sveitastjórnar, sem fari yfir þessi mál og skoði þau.  Vill skólastjóri hvetja sveitastjórn til að ráða sem fyrst starfsmann á héraðsbókasafnið. 

 

b)      Skólaakstur

Eygló sveitarstjóri  greinir frá hagræðingu við skólaakstur í vetur.  Gerð hafa verið drög að samningi til tveggja ára. 

 

c)       Önnur mál

Rætt um styttingu skóla um eina viku, með lengingu um eina kennslustund á föstudögum.  Fyrirséð er að af því hlytist töluverður sparnaður. 

Rætt um lagfæringu á skólalóð.  

 

Næsti fræðslunefndarfundur er áformaður mánudaginn 25. október 2010 kl. 11:00, með heimsókn í skólann og fundi á eftir.

 

·         Fundi slitið klukkan 15:30