17. fundur atvinnumálanefndar 4. maí 2020
16. fundur atvinnumálanefndar 7. febrúar 2020
15. fundur atvinnumálanefndar 19. nóvember 2019
14. fundur atvinnumálanefndar 29. september 2019
12. fundur atvinnumálanefndar 29. nóvember 2017
11. fundur atvinnumálanefndar 12. júlí 2017
10. fundur atvinnumálanefndar 20. júní 2017
9. fundur atvinnumálanefndar 15. mars 2017
8. Fundur atvinnumálanefndar 28. september 2016
7. fundur atvinnumálanefndar 3. maí 2016
6. fundur atvinnumálanefndar 1. desember 2015
5. fundur atvinnumálanefndar 23.09.2015
4. fundur atvinnumálanefndar. 12. febrúar 2015
3. fundur atvinnumálanefndar 25.11.2014

3. fundargerð atvinnumálanefndar 25. nóvember 2014.

2. fundur atvinnumálanefndar 17. september 2014

2. fundargerð atvinnumálanefndar 17. september 2014.

1. fundur atvinnumálanefndar 20.ágúst 2014

Fundargerð 1. fundar atvinnumálanefndar 20. ágúst 2014.

6. fundur atvinnumálanefndar 18. nóvember 2013
5. fundur atvinnumálanefndar, 18. apríl 2012

 

5. fundur Atvinnumálanefndar Skaftárhrepps á þessu kjörtímabili

haldinn í Ráðhúsi Skaftárhrepps 18. apríl 2012 kl. 20:30 Mætt: Guðmundur Ingi Ingason, Ingibjörg Eiríksdóttir, Guðmundur Vignir Steinsson, Rúnar Jónsson og Þóranna Harðardóttir. Kjartan Magnússon boðaði forföll.

1. Erindi frá Landgræðslufélagi Skaftárhrepps

 

Nefndin tekur undir ályktun Landgræðslufélags Skaftárhrepps. Atvinnumálanefnd mun senda bréf til Landgræðslu ríkisins þar sem skorað er á stofnunina að endurskoða afstöðu sína varðandi uppsögn landgræðslufulltrúa hér í 30% starfi. Ærin ástæða er til að halda starfinu á svæðinu, vegna uppgræslu örfoka lands (m.a. Bændur græða landið) og aðgerða í framhaldi af í Grímsvatnagosinu.

2. Átak til atvinnusköpunar

 

Nefndarmenn vilja hvetja til þess að sveitarfélagið, auk fyrirtækja á svæðinu, nýti sér Átak til atvinnusköpunar; „Vinnandi vegur". Athugað verður með að fá fulltrúa Vinnumálastofnunar á Selfossi til að vera hér með viðtalstíma, sem vonandi verður fyrirtækjum hvatning. Um verkefnið má lesa á vef stofnunarinnar, www.vmst.is

3. Málefni virkjana á svæðinu tengd atvinnusköpun

 

Atvinnumálanefnd Skaftárhrepps ályktar varðandi málefni virkjana sem eru á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Nái einhverjir virkjanakostir fram að ganga væri það atvinnuskapandi og tekjuaukandi fyrir sveitarfélagið. Teljum við að sveitarfélag eins og Skaftárhreppur gæti með tímanum nýtt lítið brot af því vatnsfalli sem nóg er af í sátt við íbúa og þá sem ferðast um sveitarfélagið.

Undir þetta rita Guðmundur Ingi Ingason formaður atvinnumálanefndar, Guðmundur Vignir Steinsson, Rúnar Jónsson og Þóranna Harðardóttir.

Sérálit:

 

Undirrituð vill í framhaldi af ályktuninni hér að framan lýsa yfir afdráttarlausri andstöðu við virkjanahugmyndir í Skaftárhreppi, enda geti þær aldrei orðið í takt við þá einstæðu náttúru sem hér er, né heldur grunnatvinnuvegi sveitarinnar; náttúrutengda ferðamennsku og landbúnað. Nær sé að hvetja til uppbyggingar greinanna tveggja, sem saman geta myndað afar sterka heild, hvetja til fullvinnslu afurða innan svæðisins og aukinnar þjónustu við ferðamenn. Ég harma að vera virkjananna á aðalskipulaginu skuli nú vera notuð til að knýja á um virkjanaframkvæmdir, þvert á það sem sveitarstjórnarmenn gáfu út í lok síðasta kjörtímabils, er skipulagið var til kynningar.

Undir þetta ritar Ingibjörg Eiríksdóttir, varaformaður atvinnumálanefndar.

4. Önnur mál

 

Óformlegar umræður.

Fundi slitið kl. 22:20.

 

 

4. fundur atvinnumálanefndar, 4. mars 2011

4. fundur atvinnumálanefndar Skaftárhrepps á þessu kjörtímabili
haldinn í Ráðhúsi Skaftárhrepps föstudaginn 4. mars 2011


Mætt eru
: Guðmundur Ingi Ingason formaður, Ingibjörg Eiríksdóttir og Guðmundur Vignir Steinsson.

 

1.    Farið yfir samninga um skála á afréttum sveitarfélagsins – frh.
Nefndarmenn hafa rætt við fulltrúa Blængsmanna og Ferðafélagsins Útivistar, auk fjallskilanefndar Landbrots- og miðafréttar.  Vilji er til að skoða samninga og aukna nýtingarmöguleika eftir því sem við á, í fullri sátt.   Málinu vísað til sveitarsjórnar.

2.    Málþing um eflingu búskapar í landbúnaði, í samvinnu við Samtök ungra bænda (SUB) – frh.
Ákveðið hefur verið að halda málþingið 25. mars.  Búið er að taka félagsheimilið frá.  SUB og undirrituð eru að vinna í því að festa fyrirlesara.


Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 12:00.

 

Fundargerð ritaði Ingibjörg Eiríksdóttir

3. fundur atvinnumálanefndar, 4. febrúar 2011

 

3. fundur atvinnumálanefndar Skaftárhrepps á þessu kjörtímabili haldinn í Ráðhúsi Skaftárhrepps föstudaginn 4. febrúar 2011

 

 

 

 

 

Mætt eru

 

 

: Guðmundur Ingi Ingason formaður, Ingibjörg Eiríksdóttir og Guðmundur Vignir Steinsson.

1.

 

 

Farið yfir samninga um skála á afréttum sveitarfélagsins

Nefndarmenn fóru yfir og kynntu sér samninga sveitarfélagsins um rekstur skála á afréttum hans. Fram kom að í samningi við Ferðafélagið Útivist um Sveinstind, Skælinga og Álftavötn er kveðið á um að 5% leigutekna skuli lagðar inn á sérstakan reikning í eigu sveitarfélagsins. Eftir þessu hefur ekki verið gengið, né heldur því að rukka félagið um fasteignagjöld og lögboðnar tryggingar. Þá er óljóst hvort endurnýjaður samningur, sem unnið var að árið 2006 hefur verið undirritaður. Ingibjörg tekur að sér að kanna þessi mál.

Tveir aðrir samingar eru í gildi; við Ferðafélagið Blæng vegna reksturs skálans Blængs annars vegar og gildir hann til ársins 2018. Hins vegar við Fellsmenn um rekstur skálans Miklafells og gildir hann til 2014. Guðmundur Ingi tekur að sér að kanna það hvort gengið er eftir fasteigna-gjöldum og tryggingum þeirra.

Rætt var hvort ástæða er til að óska eftir rekstraraðila/-um fyrir aðra skála sveitarfélagsins, þ.e. Blágil, Hrossatungur og Leiðólfsfell. Sem fyrsta skref tekur Guðmundur Vignir að sér ræða við fjallskilanefndir þær sem við á.

2.

 

 

Málþing um eflingu búskapar í landbúnaði, í samvinnu við Samtök ungra bænda (SUB)

Stjórn samtakanna hefur sent atvinnumálanefnd bréf með hugmynd að dagskrá málþingsins (fskj. 1). Nefndarmönnum líst vel á og hefur skoðað aðkomu hvors aðila fyrir sig. Ingibjörg tekur að sér að tala við Oddnýju Steinu hjá SUB hvað það varðar – og í framhaldinu kanna mögulega fyrirlesara. Einnig um tímasetningu málþingsins, 25. mars nk., en sá dagur sem stungið er upp á stangast mögulega á við annað.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 12:00.

Næsti fundur ákveðinn fimmtudaginn 11. febrúar kl. 10 á sama stað.

2. fundur atvinnumálanefndar, 29. nóvember 2010

2. fundur atvinnumálanefndar Skaftárhrepps á þessu kjörtímabili, haldinn í Ráðhúsi Skaftárhrepps, mánudaginn 29.nóvember 2010  klukkan 14:00

 

Mætt eru:

Eygló Kristjánsdóttir sveitarstjóri, Guðmundur Ingi Ingason formaður, Ingibjörg Eiríksdóttir og Guðmundur Vignir Steinsson.  

 

1.       Fjárhagsáætlun og tillögur til sparnaðar

Eygló sveitarstjóri fór yfir fjárhagsstöðu málaflokksins fyrir árið 2010 og áætlun 2011.  Gæta þarf aðhalds þar eins og annarsstaðar. 

                Farið var yfir alla liði málaflokksins og ræddir, ýmsar útfærslur ræddar og möguleikar til tekjuöflunar og tilfærslna.

2.       Önnur mál

a)      Bréf frá samtökum ungra bænda frá 30. september 2010 um að samtökin vilji koma í janúar/febrúar 2011 og halda málþing og koma þannig að átaki til eflingar um nýliðun í landbúnaði í Skaftárhreppi.  Ingibjörg tekur að sér að halda sambandi við samtökin og vera tengiliður þeirra.

b)      Nefndin áætlar að koma saman í upphafi nýs árs og ræða hvernig rekstur á fjallaskálum sveitarfélagsins er háttað.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl 16:10

1. fundur atvinnumálanefndar, 31.ágúst 2010

Fundur í atvinnumálanefnd Skaftárhrepps haldinn á hreppsskrifstofunni þriðjudaginn 31.ágúst 2010 kl. 20:00.

Mættir eru á fundinn Guðmundur Ingi Ingason, formaður nefndarinnar, Ingibjörg Eiríksdóttir og Guðmundur Vignir Steinsson.

Fyrir liggur að skipta með sér verkum í nefndinni.  Er samþykkt samhljóða að varaformaður sé Ingibjörg Eiríksdóttir og ritari verði Guðmundur Vignir Steinsson.

Fyrir liggur að atvinnumálanefnd leggi til við sveitarstjórn hver verði fulltrúi okkar í vinnuhóp um Geopark verkefnið.  Ákveðið að leggja til við sveitarstjórn að Ingibjörg Eiríksdóttir verði okkar fulltrúi í þessu verkefni.

Haft var samband við SASS vegna könnunar á því hvort unnt sé að fá fjarstörf í byggðarlagið.  Tekið var vel í þetta og að kannað verði strax í þessari viku hvort þetta sé mögulegt og hver ferillinn sé.

Ræddir voru ýmsir möguleikar á atinnusköpun í Skaftárhreppi, má nefna:

Nefndin muni kynna sér þá vinnu sem verið hefur verið í gangi vegna þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri.  Mað það í huga að störf geti skapast við það verkefni.

Nefndin kanni með þau býli sem horfið hafa úr búskap og jafnvel bankar eigi núna, hvort unnt sé í samvinnu við samtök að koma þeim í gagnið aftur og ungt og áhugasamt fólk komist að.  Þetta ætti einnig við um þá sem eru að láta af störfum sökum aldurs í greininni.

Atvinnumálanefnd styður hugmyndir að söfnum í Skaftárhreppi en þau kalla á störf í sveitarfélaginu.  Styður nefndin við að saga og minjar verði varðveittar í byggðarlaginu.

Atvinnumálanefnd styður hugmyndir um sveitamarkað á Klaustri og vill stuðla að því að hann geti orðið að veruleika næsta vor í samráði við Frið og frumkrafta sem þegar eru að vinna í málinu.

Ýmis fleiri mál voru rædd á fundinum og ákveðið að kanna með ýmislegt sem þegar hefur verið í gangi og þau mál yrðu rædd á næsta fundi.

Fundi slitið kl. 22:08

Guðmundur Ingi Ingason - sign
Ingibjörg Eiríksdóttir - sign
Guðmundur Vignir Steinsson - sign